Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Stefán Ó. Jónsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 12. ágúst 2020 11:33 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segist ætla að aðgerðir síðustu vikna muni ekki hafa í för með sér teljandi breytingar á rekstri Icelandair. Vísir/vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Enn eigi eftir að klára samninga við stjórnvöld, sem byggir á því að Icelandair talist að safna nýju hlutafé. Sú vinna sé að hefjast. Forsvarsmenn félagsins greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Hætt er við kaup á fjórum vélum og afhendingu sex vélum seinkað. Þar að auki væri búið að semja við kröfuhafa Icelandair og að samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standi enn yfir. „Viðræður við stjórnvöld hafa gengið ágætlega. Þau hafa gefið félaginu vilyrði um lánalínu ef Icelandair tekst að safna hlutafé. Auðvitað byggir þetta allt á því,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Aðspurður hvað sé rætt um mikið hlutafé í þessu samhengi eða hvort ríkið geri aðrar kröfur segir Bogi það enn í vinnslu og að hann geti ekki tjáð sig nánar um það á þessu stigi. Nýtt hlutafé sé lykilforsendan og segir Bogi að ráð sé gert fyrir að birta fjárfestingakynningu á næstu dögum. „Síðan fer þetta allt í gang, skráningarlýsing og hlutafjárútboðið.“ Endurráðningar hafnar en áfram óvissa Bogi segist ekki sjá að þessu muni fylgja miklar breytingar á rekstri Icelandair. „Nei, öll þessi vinna; samningar við starfsmenn, lánadrottna og Boeing, miðar að því að stykja samkeppnishæfni félagsins og sveigjanleika þess. Þannig að við erum með öllu þessu bara að styrkja rekstur og fjárhagsstöðu félagsins.“ Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor vegna eftirspurnahrunsins í kjölfar kórónuveirunnar. „En við höfum sem betur fer verið eitthvað að endurráða fyrir síðustu mánaðamót vegna þess að við erum að fljúga meira núna en við gerðum í vor. Það er mjög gleðilegt að geta endurráðið þó svo að, því miður, margir hafi ekki ennþá getað fengið vinnu. Staðan er ennþá mjög óviss hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Að sama skapi segir hann erfitt að segja til um hvort frekari ráðningar séu framundan hjá félaginu. Það ráðist af eftirspurn og hvernig opnun landamæra miðar. „Óvissan er ennþá mjög mikil.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Enn eigi eftir að klára samninga við stjórnvöld, sem byggir á því að Icelandair talist að safna nýju hlutafé. Sú vinna sé að hefjast. Forsvarsmenn félagsins greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Hætt er við kaup á fjórum vélum og afhendingu sex vélum seinkað. Þar að auki væri búið að semja við kröfuhafa Icelandair og að samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standi enn yfir. „Viðræður við stjórnvöld hafa gengið ágætlega. Þau hafa gefið félaginu vilyrði um lánalínu ef Icelandair tekst að safna hlutafé. Auðvitað byggir þetta allt á því,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Aðspurður hvað sé rætt um mikið hlutafé í þessu samhengi eða hvort ríkið geri aðrar kröfur segir Bogi það enn í vinnslu og að hann geti ekki tjáð sig nánar um það á þessu stigi. Nýtt hlutafé sé lykilforsendan og segir Bogi að ráð sé gert fyrir að birta fjárfestingakynningu á næstu dögum. „Síðan fer þetta allt í gang, skráningarlýsing og hlutafjárútboðið.“ Endurráðningar hafnar en áfram óvissa Bogi segist ekki sjá að þessu muni fylgja miklar breytingar á rekstri Icelandair. „Nei, öll þessi vinna; samningar við starfsmenn, lánadrottna og Boeing, miðar að því að stykja samkeppnishæfni félagsins og sveigjanleika þess. Þannig að við erum með öllu þessu bara að styrkja rekstur og fjárhagsstöðu félagsins.“ Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor vegna eftirspurnahrunsins í kjölfar kórónuveirunnar. „En við höfum sem betur fer verið eitthvað að endurráða fyrir síðustu mánaðamót vegna þess að við erum að fljúga meira núna en við gerðum í vor. Það er mjög gleðilegt að geta endurráðið þó svo að, því miður, margir hafi ekki ennþá getað fengið vinnu. Staðan er ennþá mjög óviss hvað þetta varðar,“ segir Bogi. Að sama skapi segir hann erfitt að segja til um hvort frekari ráðningar séu framundan hjá félaginu. Það ráðist af eftirspurn og hvernig opnun landamæra miðar. „Óvissan er ennþá mjög mikil.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Kristjana til Samtaka atvinnulífsins Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Sjá meira