Lífeyrissjóðir hvattir til að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 2. ágúst 2020 16:32 Stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna finnur engar skýringar á tilmælum Seðlabankans. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna segir Seðlabankann þurfa að skýra tilmæli sín til lífeyrissjóðanna um að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum. Það hefti viðskiptafrelsi sjóðanna. Málefni lífeyrissjóða hafa verið í brennidepli undanfarna daga eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, beindi þeim tilmælum til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair eftir að flugfélagið sleit viðræðum sínum við flugfreyjufélag íslands og sagði upp öllum félagsmönnum þess. Tilmæli Ragnars Þórs þóttu gagnrýnisverð. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að stjórnarmenn lífeyrissjóðsins yrðu að láta faglegt mat og hagsmunir sjóðsfélaga ráða för í fjárfestingum, ekki þrýsting eða ofsafengnar yfirlýsingar. Guðrún Johnson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna, segir ekkert nýtt að lífeyrissjóðirnir séu beittir utanaðkomandi þrýstingi, til að mynda af hinu opinbera. „Það var ráðherranefnd efnahagsmála sem setti hérna á starfshóp árið 2018 um það hvernig lífeyrissjóðir eigi að koma að atvinnuuppbyggingu á Íslandi, upp á sitt eigið. Er það í hlutverki ráðherranna að fara að skoða það í hverju á að fjárfesta?“ Þá hafi jafnframt komið tilmæli frá Seðlabankanum þar sem lífeyrissjóðirnir voru beðnir um að fjárfesta ekki erlendis í kórónveirufaraldrinum. „Íslenskir fjárfestar geta farið út úr krónunni, stórir erlendir fjárfestar geta farið út úr krónunni, þá eru lífeyrissjóðirnir beðnir um að gera það ekki? Almenningur á ekki að fara að nýta sér tækifæri á hlutabréfamarkaði erlendis? Ef okkur langar ekki að fjárfesta í Reitum eða einhverju slíku og sjáum tækifæri í Apple, þá er okkur beint inn á þær brautir að gera það síður,“ segir Guðrún. Hún segist eiga erfitt með að sjá hvað vaki fyrir Seðlabankanum. „Ég get ekki fundið neinar skýringu á því hvers vegna Seðlabankinn gerir þetta. Hvers vegna hann beinir spjótum sínum að bara lífeyrissjóðum en ekki öðrum fjárfestum. Það er erfitt að setja reglur í okkar samfélagi þar sem jafnræðis er ekki gætt meðal fjárfesta. Þetta er ákveðið viðskiptafrelsi sem tekið er af lífeyrissjóðunum.“ Gjaldeyrisforði seðlabankans sé nú 1000 milljarðar og hans hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika. „Lífeyrissjóðirnir aftur á móti, þeir eiga að sjá um að ávaxta fé sjóðfélaga og það er þeirra hlutverk og kemur ekki inn á stöðugleika krónunnar sem slíkrar,“ segir Guðrún Johnson. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna segir Seðlabankann þurfa að skýra tilmæli sín til lífeyrissjóðanna um að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum. Það hefti viðskiptafrelsi sjóðanna. Málefni lífeyrissjóða hafa verið í brennidepli undanfarna daga eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, beindi þeim tilmælum til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair eftir að flugfélagið sleit viðræðum sínum við flugfreyjufélag íslands og sagði upp öllum félagsmönnum þess. Tilmæli Ragnars Þórs þóttu gagnrýnisverð. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að stjórnarmenn lífeyrissjóðsins yrðu að láta faglegt mat og hagsmunir sjóðsfélaga ráða för í fjárfestingum, ekki þrýsting eða ofsafengnar yfirlýsingar. Guðrún Johnson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna, segir ekkert nýtt að lífeyrissjóðirnir séu beittir utanaðkomandi þrýstingi, til að mynda af hinu opinbera. „Það var ráðherranefnd efnahagsmála sem setti hérna á starfshóp árið 2018 um það hvernig lífeyrissjóðir eigi að koma að atvinnuuppbyggingu á Íslandi, upp á sitt eigið. Er það í hlutverki ráðherranna að fara að skoða það í hverju á að fjárfesta?“ Þá hafi jafnframt komið tilmæli frá Seðlabankanum þar sem lífeyrissjóðirnir voru beðnir um að fjárfesta ekki erlendis í kórónveirufaraldrinum. „Íslenskir fjárfestar geta farið út úr krónunni, stórir erlendir fjárfestar geta farið út úr krónunni, þá eru lífeyrissjóðirnir beðnir um að gera það ekki? Almenningur á ekki að fara að nýta sér tækifæri á hlutabréfamarkaði erlendis? Ef okkur langar ekki að fjárfesta í Reitum eða einhverju slíku og sjáum tækifæri í Apple, þá er okkur beint inn á þær brautir að gera það síður,“ segir Guðrún. Hún segist eiga erfitt með að sjá hvað vaki fyrir Seðlabankanum. „Ég get ekki fundið neinar skýringu á því hvers vegna Seðlabankinn gerir þetta. Hvers vegna hann beinir spjótum sínum að bara lífeyrissjóðum en ekki öðrum fjárfestum. Það er erfitt að setja reglur í okkar samfélagi þar sem jafnræðis er ekki gætt meðal fjárfesta. Þetta er ákveðið viðskiptafrelsi sem tekið er af lífeyrissjóðunum.“ Gjaldeyrisforði seðlabankans sé nú 1000 milljarðar og hans hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika. „Lífeyrissjóðirnir aftur á móti, þeir eiga að sjá um að ávaxta fé sjóðfélaga og það er þeirra hlutverk og kemur ekki inn á stöðugleika krónunnar sem slíkrar,“ segir Guðrún Johnson.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira