Lífeyrissjóðir hvattir til að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 2. ágúst 2020 16:32 Stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna finnur engar skýringar á tilmælum Seðlabankans. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna segir Seðlabankann þurfa að skýra tilmæli sín til lífeyrissjóðanna um að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum. Það hefti viðskiptafrelsi sjóðanna. Málefni lífeyrissjóða hafa verið í brennidepli undanfarna daga eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, beindi þeim tilmælum til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair eftir að flugfélagið sleit viðræðum sínum við flugfreyjufélag íslands og sagði upp öllum félagsmönnum þess. Tilmæli Ragnars Þórs þóttu gagnrýnisverð. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að stjórnarmenn lífeyrissjóðsins yrðu að láta faglegt mat og hagsmunir sjóðsfélaga ráða för í fjárfestingum, ekki þrýsting eða ofsafengnar yfirlýsingar. Guðrún Johnson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna, segir ekkert nýtt að lífeyrissjóðirnir séu beittir utanaðkomandi þrýstingi, til að mynda af hinu opinbera. „Það var ráðherranefnd efnahagsmála sem setti hérna á starfshóp árið 2018 um það hvernig lífeyrissjóðir eigi að koma að atvinnuuppbyggingu á Íslandi, upp á sitt eigið. Er það í hlutverki ráðherranna að fara að skoða það í hverju á að fjárfesta?“ Þá hafi jafnframt komið tilmæli frá Seðlabankanum þar sem lífeyrissjóðirnir voru beðnir um að fjárfesta ekki erlendis í kórónveirufaraldrinum. „Íslenskir fjárfestar geta farið út úr krónunni, stórir erlendir fjárfestar geta farið út úr krónunni, þá eru lífeyrissjóðirnir beðnir um að gera það ekki? Almenningur á ekki að fara að nýta sér tækifæri á hlutabréfamarkaði erlendis? Ef okkur langar ekki að fjárfesta í Reitum eða einhverju slíku og sjáum tækifæri í Apple, þá er okkur beint inn á þær brautir að gera það síður,“ segir Guðrún. Hún segist eiga erfitt með að sjá hvað vaki fyrir Seðlabankanum. „Ég get ekki fundið neinar skýringu á því hvers vegna Seðlabankinn gerir þetta. Hvers vegna hann beinir spjótum sínum að bara lífeyrissjóðum en ekki öðrum fjárfestum. Það er erfitt að setja reglur í okkar samfélagi þar sem jafnræðis er ekki gætt meðal fjárfesta. Þetta er ákveðið viðskiptafrelsi sem tekið er af lífeyrissjóðunum.“ Gjaldeyrisforði seðlabankans sé nú 1000 milljarðar og hans hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika. „Lífeyrissjóðirnir aftur á móti, þeir eiga að sjá um að ávaxta fé sjóðfélaga og það er þeirra hlutverk og kemur ekki inn á stöðugleika krónunnar sem slíkrar,“ segir Guðrún Johnson. Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna segir Seðlabankann þurfa að skýra tilmæli sín til lífeyrissjóðanna um að fjárfesta ekki erlendis í kórónuveirufaraldrinum. Það hefti viðskiptafrelsi sjóðanna. Málefni lífeyrissjóða hafa verið í brennidepli undanfarna daga eftir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, beindi þeim tilmælum til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna, að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn tæki þátt í hlutafjárútboði Icelandair eftir að flugfélagið sleit viðræðum sínum við flugfreyjufélag íslands og sagði upp öllum félagsmönnum þess. Tilmæli Ragnars Þórs þóttu gagnrýnisverð. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að stjórnarmenn lífeyrissjóðsins yrðu að láta faglegt mat og hagsmunir sjóðsfélaga ráða för í fjárfestingum, ekki þrýsting eða ofsafengnar yfirlýsingar. Guðrún Johnson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði verslunarmanna, segir ekkert nýtt að lífeyrissjóðirnir séu beittir utanaðkomandi þrýstingi, til að mynda af hinu opinbera. „Það var ráðherranefnd efnahagsmála sem setti hérna á starfshóp árið 2018 um það hvernig lífeyrissjóðir eigi að koma að atvinnuuppbyggingu á Íslandi, upp á sitt eigið. Er það í hlutverki ráðherranna að fara að skoða það í hverju á að fjárfesta?“ Þá hafi jafnframt komið tilmæli frá Seðlabankanum þar sem lífeyrissjóðirnir voru beðnir um að fjárfesta ekki erlendis í kórónveirufaraldrinum. „Íslenskir fjárfestar geta farið út úr krónunni, stórir erlendir fjárfestar geta farið út úr krónunni, þá eru lífeyrissjóðirnir beðnir um að gera það ekki? Almenningur á ekki að fara að nýta sér tækifæri á hlutabréfamarkaði erlendis? Ef okkur langar ekki að fjárfesta í Reitum eða einhverju slíku og sjáum tækifæri í Apple, þá er okkur beint inn á þær brautir að gera það síður,“ segir Guðrún. Hún segist eiga erfitt með að sjá hvað vaki fyrir Seðlabankanum. „Ég get ekki fundið neinar skýringu á því hvers vegna Seðlabankinn gerir þetta. Hvers vegna hann beinir spjótum sínum að bara lífeyrissjóðum en ekki öðrum fjárfestum. Það er erfitt að setja reglur í okkar samfélagi þar sem jafnræðis er ekki gætt meðal fjárfesta. Þetta er ákveðið viðskiptafrelsi sem tekið er af lífeyrissjóðunum.“ Gjaldeyrisforði seðlabankans sé nú 1000 milljarðar og hans hlutverk að tryggja fjármálastöðugleika. „Lífeyrissjóðirnir aftur á móti, þeir eiga að sjá um að ávaxta fé sjóðfélaga og það er þeirra hlutverk og kemur ekki inn á stöðugleika krónunnar sem slíkrar,“ segir Guðrún Johnson.
Lífeyrissjóðir Seðlabankinn Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira