Viðskipti innlent

Foreldrar hvattir til að hætta notkun Thule Sleek

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér má sjá Thule Sleek-barnakerru.
Hér má sjá Thule Sleek-barnakerru. neytendastofa

Ákveðið hefur verið að innkalla barnakerrur frá framleiðandanum Thule AB vegna fallhættu. Fólk er hvatt til þess að hætta að nota kerrurnar þangað til þær hafa verið lagaðar. Umræddar kerrur eru af gerðinni Thule Sleek, voru framleiddar á tímabilinu maí 2018 til september 2019 og dreift af fyrirtækinu Nordic Games Ltd á Íslandi.

Neytendastofa segir að sér hafi borist tilkynning um innköllunina frá sænska framleiðandanum. „Samkvæmt tilkynningunni kemur fram að handfang á barnakerrunni eigi í hættu á að losna frá grind kerrunnar sem geti haft fallhættu í för með sér fyrir barnið,“ segir í orðsendingu Neytendastofu.

Þar segir jafnframt að starfsmenn Thule ætli sér að hafa samband við neytendur sem hafa orðið fyrir áhrifum af gallanum í gegnum vefsíðu sína og með aðstoð dreifingaraðila. „Neytendastofa hvetur neytendur til að hætta notkun á barnakerrunni þangað til að úrbætur hafa verið gerðar,“ segir stofnunin.

Umræddar barnakerrur eru með tegundanúmerin 11000001 - 11000019.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.