Viðskipti innlent

Vin­sældir nikó­tín­púða taldar hafa á­hrif á sölu nef­tóbaks

Sylvía Hall skrifar
Vinsældir nikótínpúða hafa líklega haft áhrif á neftóbakssölu.
Vinsældir nikótínpúða hafa líklega haft áhrif á neftóbakssölu. Vísir/Getty

Sala á neftóbaki hefur dregist saman um 36 prósent milli ára á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í svari ÁTVR við fyrirspurn Fréttablaðsins um málið. 

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, telur innkomu nikótínpúða á íslenskan markað geta útskýrt þennan samdrátt.

Tóbakslausir nikótínpúðar hafa notið mikilla vinsælda eftir að þeir fóru í sölu hér á landi á síðasta ári. Eru þeir mun ódýrari en íslenska neftóbakið sem hefur hækkað um nokkur hundruð prósent í verði síðasta áratug og hafa verið áberandi á ýmsum sölustöðum.

Að sögn Sigrúnar varð áberandi minnkun í sölu neftóbaksins þegar púðarnir urðu fáanlegir hér á landi, en þar sem þeir falla ekki undir reglugerð um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki er heimilt að selja þá í verslunum.

Þá er haft eftir Sigrúnu að ein skýring á minni sölu gæti verið hrun í farþegaflugi milli landa vegna kórónuveirufaraldursins þar sem sala fór einnig fram í Fríhöfninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
5,77
41
1.133.968
TM
4,61
18
329.096
REGINN
4,23
10
71.102
EIK
2,13
6
64.725
FESTI
1,76
7
109.746

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-9,91
34
19.532
REITIR
-2,01
5
44.220
SIMINN
-0,72
7
120.225
EIM
-0,19
4
32.775
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.