Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 21:09 Icelandair hefur, líkt og önnur flugfélög, verið í erfiðri stöðu undanfarið. Vísir/Vilhelm Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur um flugrekstur, telur engar líkur á að Icelandair fari í þrot, þrátt fyrir þrönga stöðu á flugmarkaði sökum kórónuveirufaraldursins sem geisar nú um heiminn. Þetta kemur fram í viðtali Túrista.is við Elnæs. Í viðtalinu segir hann jákvætt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi undirritað nýja kjarasamninga. Þó hafi deilur félaganna valdið skaða innan félagsins, og telur að það muni taka tíma fyrir öll sár að gróa. Þá segist Elnæs, sem hefur oft verið fenginn til að tjá sig um flugrekstur í norrænum fjölmiðlum, ekki telja að Icelandair verði gjaldþrota, þrátt fyrir að flugrekstur víða um heim reynist nú erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Hann telji að ríkisstjórn Íslands muni gera allt sem þurfi til þess að styðja við bakið á fyrirtækinu, og vísar hann sérstaklega til mikilvægis fyrirtækisins fyrir Ísland. Þá bendir hann á að Icelandair sé þekkt vörumerki með gott orðspor og segist hann handviss um að ráðamenn hér á landi séu meðvitaðir um það. „Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós,“ hefur Túristi eftir Elnæs. Ríkið eignist hlut í félaginu Hann segir þó að það stóra þjóðhagslega hlutverk sem félagið spilar gæti veikt samningsstöðu þess gagnvart kröfuhöfum sínum, birgjum, Boeing og fleiri aðilum, þar sem þeir hafi væntanlega ekki heldur trú á að félagið fari í þrot. Þá geri smæð flugfélagsins því erfiðara að endursemja um skuldbindingar sínar, þar sem Boeing, svo dæmi sé tekið, eigi í samningaviðræðum við mun stærri viðskiptavini en Icelandair. Þá segist Elnæs telja að íslenska ríkið komi á endanum til með að þurfa að kaupa sig inn í Icelandair og eignast meira en helming í félaginu. Ríkið þurfi þá að sitja á hlut sínum í fimm til sjö ár, eða þar til ljóst verði að félagið komist út úr þeim óróleika sem nú ríkir á flugmarkaði. Þannig yrðu bæði innanlands- og millilandaflugsamgöngur tryggðar. Hann segir þá að tryggja verði að félagið verði áfram undir stjórn Íslendinga, þegar ríkið kæmi til með að láta hlut sinn í félaginu. Þá segist Elnæs ekki telja að lán frá ríkinu væri rétta leiðin til þess að styrkja stöðu Icelandair. Með slíkum aðgerðum væri verið að bæta á skyldir félagsins á óvissutímum. Hér má nálgast viðtal Túrista við Elnæs. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur um flugrekstur, telur engar líkur á að Icelandair fari í þrot, þrátt fyrir þrönga stöðu á flugmarkaði sökum kórónuveirufaraldursins sem geisar nú um heiminn. Þetta kemur fram í viðtali Túrista.is við Elnæs. Í viðtalinu segir hann jákvætt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi undirritað nýja kjarasamninga. Þó hafi deilur félaganna valdið skaða innan félagsins, og telur að það muni taka tíma fyrir öll sár að gróa. Þá segist Elnæs, sem hefur oft verið fenginn til að tjá sig um flugrekstur í norrænum fjölmiðlum, ekki telja að Icelandair verði gjaldþrota, þrátt fyrir að flugrekstur víða um heim reynist nú erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Hann telji að ríkisstjórn Íslands muni gera allt sem þurfi til þess að styðja við bakið á fyrirtækinu, og vísar hann sérstaklega til mikilvægis fyrirtækisins fyrir Ísland. Þá bendir hann á að Icelandair sé þekkt vörumerki með gott orðspor og segist hann handviss um að ráðamenn hér á landi séu meðvitaðir um það. „Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós,“ hefur Túristi eftir Elnæs. Ríkið eignist hlut í félaginu Hann segir þó að það stóra þjóðhagslega hlutverk sem félagið spilar gæti veikt samningsstöðu þess gagnvart kröfuhöfum sínum, birgjum, Boeing og fleiri aðilum, þar sem þeir hafi væntanlega ekki heldur trú á að félagið fari í þrot. Þá geri smæð flugfélagsins því erfiðara að endursemja um skuldbindingar sínar, þar sem Boeing, svo dæmi sé tekið, eigi í samningaviðræðum við mun stærri viðskiptavini en Icelandair. Þá segist Elnæs telja að íslenska ríkið komi á endanum til með að þurfa að kaupa sig inn í Icelandair og eignast meira en helming í félaginu. Ríkið þurfi þá að sitja á hlut sínum í fimm til sjö ár, eða þar til ljóst verði að félagið komist út úr þeim óróleika sem nú ríkir á flugmarkaði. Þannig yrðu bæði innanlands- og millilandaflugsamgöngur tryggðar. Hann segir þá að tryggja verði að félagið verði áfram undir stjórn Íslendinga, þegar ríkið kæmi til með að láta hlut sinn í félaginu. Þá segist Elnæs ekki telja að lán frá ríkinu væri rétta leiðin til þess að styrkja stöðu Icelandair. Með slíkum aðgerðum væri verið að bæta á skyldir félagsins á óvissutímum. Hér má nálgast viðtal Túrista við Elnæs.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira