Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 21:09 Icelandair hefur, líkt og önnur flugfélög, verið í erfiðri stöðu undanfarið. Vísir/Vilhelm Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur um flugrekstur, telur engar líkur á að Icelandair fari í þrot, þrátt fyrir þrönga stöðu á flugmarkaði sökum kórónuveirufaraldursins sem geisar nú um heiminn. Þetta kemur fram í viðtali Túrista.is við Elnæs. Í viðtalinu segir hann jákvætt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi undirritað nýja kjarasamninga. Þó hafi deilur félaganna valdið skaða innan félagsins, og telur að það muni taka tíma fyrir öll sár að gróa. Þá segist Elnæs, sem hefur oft verið fenginn til að tjá sig um flugrekstur í norrænum fjölmiðlum, ekki telja að Icelandair verði gjaldþrota, þrátt fyrir að flugrekstur víða um heim reynist nú erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Hann telji að ríkisstjórn Íslands muni gera allt sem þurfi til þess að styðja við bakið á fyrirtækinu, og vísar hann sérstaklega til mikilvægis fyrirtækisins fyrir Ísland. Þá bendir hann á að Icelandair sé þekkt vörumerki með gott orðspor og segist hann handviss um að ráðamenn hér á landi séu meðvitaðir um það. „Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós,“ hefur Túristi eftir Elnæs. Ríkið eignist hlut í félaginu Hann segir þó að það stóra þjóðhagslega hlutverk sem félagið spilar gæti veikt samningsstöðu þess gagnvart kröfuhöfum sínum, birgjum, Boeing og fleiri aðilum, þar sem þeir hafi væntanlega ekki heldur trú á að félagið fari í þrot. Þá geri smæð flugfélagsins því erfiðara að endursemja um skuldbindingar sínar, þar sem Boeing, svo dæmi sé tekið, eigi í samningaviðræðum við mun stærri viðskiptavini en Icelandair. Þá segist Elnæs telja að íslenska ríkið komi á endanum til með að þurfa að kaupa sig inn í Icelandair og eignast meira en helming í félaginu. Ríkið þurfi þá að sitja á hlut sínum í fimm til sjö ár, eða þar til ljóst verði að félagið komist út úr þeim óróleika sem nú ríkir á flugmarkaði. Þannig yrðu bæði innanlands- og millilandaflugsamgöngur tryggðar. Hann segir þá að tryggja verði að félagið verði áfram undir stjórn Íslendinga, þegar ríkið kæmi til með að láta hlut sinn í félaginu. Þá segist Elnæs ekki telja að lán frá ríkinu væri rétta leiðin til þess að styrkja stöðu Icelandair. Með slíkum aðgerðum væri verið að bæta á skyldir félagsins á óvissutímum. Hér má nálgast viðtal Túrista við Elnæs. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Sjá meira
Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur um flugrekstur, telur engar líkur á að Icelandair fari í þrot, þrátt fyrir þrönga stöðu á flugmarkaði sökum kórónuveirufaraldursins sem geisar nú um heiminn. Þetta kemur fram í viðtali Túrista.is við Elnæs. Í viðtalinu segir hann jákvætt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi undirritað nýja kjarasamninga. Þó hafi deilur félaganna valdið skaða innan félagsins, og telur að það muni taka tíma fyrir öll sár að gróa. Þá segist Elnæs, sem hefur oft verið fenginn til að tjá sig um flugrekstur í norrænum fjölmiðlum, ekki telja að Icelandair verði gjaldþrota, þrátt fyrir að flugrekstur víða um heim reynist nú erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Hann telji að ríkisstjórn Íslands muni gera allt sem þurfi til þess að styðja við bakið á fyrirtækinu, og vísar hann sérstaklega til mikilvægis fyrirtækisins fyrir Ísland. Þá bendir hann á að Icelandair sé þekkt vörumerki með gott orðspor og segist hann handviss um að ráðamenn hér á landi séu meðvitaðir um það. „Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós,“ hefur Túristi eftir Elnæs. Ríkið eignist hlut í félaginu Hann segir þó að það stóra þjóðhagslega hlutverk sem félagið spilar gæti veikt samningsstöðu þess gagnvart kröfuhöfum sínum, birgjum, Boeing og fleiri aðilum, þar sem þeir hafi væntanlega ekki heldur trú á að félagið fari í þrot. Þá geri smæð flugfélagsins því erfiðara að endursemja um skuldbindingar sínar, þar sem Boeing, svo dæmi sé tekið, eigi í samningaviðræðum við mun stærri viðskiptavini en Icelandair. Þá segist Elnæs telja að íslenska ríkið komi á endanum til með að þurfa að kaupa sig inn í Icelandair og eignast meira en helming í félaginu. Ríkið þurfi þá að sitja á hlut sínum í fimm til sjö ár, eða þar til ljóst verði að félagið komist út úr þeim óróleika sem nú ríkir á flugmarkaði. Þannig yrðu bæði innanlands- og millilandaflugsamgöngur tryggðar. Hann segir þá að tryggja verði að félagið verði áfram undir stjórn Íslendinga, þegar ríkið kæmi til með að láta hlut sinn í félaginu. Þá segist Elnæs ekki telja að lán frá ríkinu væri rétta leiðin til þess að styrkja stöðu Icelandair. Með slíkum aðgerðum væri verið að bæta á skyldir félagsins á óvissutímum. Hér má nálgast viðtal Túrista við Elnæs.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent