Handbolti

Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans hjá þýska félaginu Melsungen gætu mætt Val í nýrri Evrópukeppni sem fer af stað undir lok ágústmánaðar.
Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans hjá þýska félaginu Melsungen gætu mætt Val í nýrri Evrópukeppni sem fer af stað undir lok ágústmánaðar. Vísir/Andri Marinó

Evrópska handknattleikssambandið, EHF, gaf það út í dag að fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar sambandsins – karla megin - mun fara fram í lok ágústmánaðar. Þar verða 30 lið sem taka þátt og er Valur eitt þeirra. 

Þá fara níu lið beint í aðra umferð þar sem leikið verður um sæti í Evrópudeildinni. Nú þegar hafa tólf lið fengið sæti í keppninni og munu því 39 lið berjast um þau tólf sæti sem eftir eru.

Valur er eina íslenska liðið sem tekur þátt í keppninni en þó nokkur Íslendingalið verða í pottinum þegar dregið verður. Þar má nefna Berringbro-Silkeborg, Skjern og Holstebro frá Danmörku. Lærisveinar Guðmunds Þórðar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara Íslands, hjá Melsungen verða í pottinum en Arnar Freyr Arnarsson gekk nýverið í raðir félagsins.

Kristianstad frá Svíþjóð verður einnig í pottinum en þar leika Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson.

Raðað verður í styrkleikaflokka síðar í vikunni og dregið verður þann 28. júlí.

FH og Afturelding taka einnig þátt í keppnum á vegum EFH en þau leika í Evrópubikarnum, keppni sem er einnig ný af nálinni. Kvenna megin taka Valur og KA/Þór svo þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×