Hákon Örn stóð uppi sem sigurvegari eftir spennandi keppni Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2020 21:11 Hákon Örn Magnússon. Facebook Hákon Örn Magnússon, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag eftir nokkrar sviptingar. Hákon lék holurnar 36 á samtals fjórum höggum undir pari. Hákon lék fyrri hringinn í morgun afar vel og var þá á 67 höggum og lék síðari hringinn á pari. Hákon sýndi seiglu á lokaholunum en á 17. braut vippaði hann í fyrir fugli eftir að hafa slegið illa af teig og þurfti að hafa fyrir parinu á 18. brautinni en setti gott pútt í fyrir sigrinum. „Þetta var rosalega tæpt en geggjað að hafa náð að klára dæmið. Þetta er minn fyrsti sigur,“ sagði Hákon og vísar þar til þess að sigurinn var hans fyrsti á stigamóti. „Boltinn hafði nokkrum sinnum verið alveg á brúninni hjá mér í dag og það hlaut að koma að því að pútt myndi detta í holu. Kannski átti þetta bara loksins að hafast hjá mér.“ Hákon tók daginn vægast sagt snemma í morgun, eða í nótt öllu heldur, eins og aðrir kylfingar í mótinu enda var ræst út á öllum teigum klukkan 6:30 í morgun. Hákon var skiljanlega afar ánægður með fyrri hringinn í morgun en þá lék hann á 67 höggum. „Það var bara geggjaður hringur en ég byrjaði reyndar illa því ég fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. En komst þá á skrið þar sem ég fékk sex fugla á næstu átta holum.“ Gamla kempan Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr Golfklúbbi Suðurnesja var höggi á eftir Hákoni. Guðmundur Rúnar fór illa að ráði sínu en hann var með forystu á fimm undir pari eftir að hafa leikið afar vel. En hann fékk skolla á 16. og 18. holu og það náði Hákon að nýta sér. Heimamaðurinn Axel Bóasson var á tveimur undir pari eins og Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss. Daníel Ísak Steinarsson úr Keili lék samtals á höggi undir pari og voru því fimm kylfingar í karlaflokki undir pari þegar uppi var staðið. Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Hákon Örn Magnússon, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag eftir nokkrar sviptingar. Hákon lék holurnar 36 á samtals fjórum höggum undir pari. Hákon lék fyrri hringinn í morgun afar vel og var þá á 67 höggum og lék síðari hringinn á pari. Hákon sýndi seiglu á lokaholunum en á 17. braut vippaði hann í fyrir fugli eftir að hafa slegið illa af teig og þurfti að hafa fyrir parinu á 18. brautinni en setti gott pútt í fyrir sigrinum. „Þetta var rosalega tæpt en geggjað að hafa náð að klára dæmið. Þetta er minn fyrsti sigur,“ sagði Hákon og vísar þar til þess að sigurinn var hans fyrsti á stigamóti. „Boltinn hafði nokkrum sinnum verið alveg á brúninni hjá mér í dag og það hlaut að koma að því að pútt myndi detta í holu. Kannski átti þetta bara loksins að hafast hjá mér.“ Hákon tók daginn vægast sagt snemma í morgun, eða í nótt öllu heldur, eins og aðrir kylfingar í mótinu enda var ræst út á öllum teigum klukkan 6:30 í morgun. Hákon var skiljanlega afar ánægður með fyrri hringinn í morgun en þá lék hann á 67 höggum. „Það var bara geggjaður hringur en ég byrjaði reyndar illa því ég fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. En komst þá á skrið þar sem ég fékk sex fugla á næstu átta holum.“ Gamla kempan Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr Golfklúbbi Suðurnesja var höggi á eftir Hákoni. Guðmundur Rúnar fór illa að ráði sínu en hann var með forystu á fimm undir pari eftir að hafa leikið afar vel. En hann fékk skolla á 16. og 18. holu og það náði Hákon að nýta sér. Heimamaðurinn Axel Bóasson var á tveimur undir pari eins og Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss. Daníel Ísak Steinarsson úr Keili lék samtals á höggi undir pari og voru því fimm kylfingar í karlaflokki undir pari þegar uppi var staðið.
Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira