Viðskipti innlent

Penninn leggur aukna áherslu á leikföng með kaupum á heildsölu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Verslun Pennans í Skeifunni.
Verslun Pennans í Skeifunni. penninn.

Samkeppniseftirlitið gerar engar athugasemdir við það að Penninn kaupi HB heildverslun að fullu. Markaðshlutdeild fyrirtækjanna styrkist ekki með verulegum hætti eða leiði til annarrar röskunar á samkeppni. Með kaupunum hyggst Penninn auka eigið vöruúrval í verslunum sínum með þeim vörum sem HB hefur umboð fyrir, einkum er varðar leikföng.

Fyrirtækin undirrituðu kaupsamning sinn 24. apríl síðastliðinn og með því samþykktu þau að Penninn myndi eignast 100% hlut í HB heildverslun. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að markmið samrunans sé að bæta stöðu Pennans, sem rekur 16 verslanir um land allt, á sviði innflutnings og heildverslunar.

HB heildverslun var stofnuð árið 2004 og sérhæfir sig í innflutningi á matvöru og leikföngum. Félögin tvö töldu sig ekki starfa á sama markaði nema að litlu leyti og myndi samruninn því ekki hafa nein áhrif á neytendur. Sú starfsemi sem skarist hjá samrunaaðilum sé starfsemi birgja á markaði með leikföng og tengdum afþreyingavörum, sem sé aðeins „óveruleg hliðarstarfsemi“ í tilfelli Pennans.

Þar að auki séu ekki miklar aðgangshindranir, umfram þær sem eru almennt til staðar, á heildsölumarkaði með leikföng. Samuninn myndi því ekki hafa í för með sér breytingu á markaðshlutdeild fyrirtækjanna tveggja með þeim hætti að þeir verði markaðsráðandi.

Samkeppniseftirlið féllst á þetta sjónarmið, samruni Pennans og HB heildverslunar myndi leiða til óverulegar „lárettrar samþjöppunar“ eins og það er orðað.

„Er það því ljóst að mati eftirlitsins að samruninn muni ekki styrkja markaðshlutdeild fyrirtækjanna með verulegum hætti eða leiða til annarrar röskunar á samkeppni. Þá er það mat eftirlitsins að ekki séu til staðar miklar aðgangshindranir umfram þær sem almennar eru á markaðnum og samhliða innflutningur mögulegur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-4,46
9
11.342
REGINN
-3,33
9
137.149
REITIR
-2,99
14
108.352
ICESEA
-2,57
8
11.808
ICEAIR
-2,5
35
11.966
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.