Viðskipti innlent

Icelandair semur um flug til Austur-Evrópu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Icelandair og airBaltic eiga að hafa samið um sammerkt flug. 
Icelandair og airBaltic eiga að hafa samið um sammerkt flug.  aðsend

Lettneska flugfélagið airBaltic og hið íslenska Icelandair segjast hafa gert samning um svokallað sammerkt flug félaganna tveggja. Um sé að ræða samstarfssamning sem heimilar flugfélögunum að selja og gefa út flugmiða hvort hjá öðru.

„Þannig geta viðskiptavinir Icelandair keypt einn farseðil frá Íslandi eða Bandaríkjunum til fjölda áfangastaða airBaltic í Eystrasaltsríkjunum og Austur-Evrópu. Á móti, geta viðskiptavinir airBaltic keypt miða til Íslands og yfir hafið til fjölda áfangastaða Icelandair í Norður Ameríku,“ segir í útskýringu flugfélaganna á samningnum.

Með þessu sé þannig verið að tengja leiðakerfi Icelandair og airBaltic saman og fjölga áfangastöðum á hvorum enda. Viðskiptavinir Icelandair komist þannig til fleiri staða í Austur-Evrópu og Eystrarsaltsríkjunum á meðan kúnnar airBaltic komast vestur um haf.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×