Viðskipti innlent

Fasteignamarkaðurinn líflegur um þessar mundir

Andri Eysteinsson skrifar
Verð íbúða hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% sem er mesta 12 mánaða hækkun frá nóvember árið 2018.
Verð íbúða hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% sem er mesta 12 mánaða hækkun frá nóvember árið 2018. Vísir/Vilhelm

Vísbendingar eru um að fasteignamarkaður hér á landi sé líflegur um þessar mundir en samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar var fjöldi íbúða sem teknar voru af söluskrá síðustu tvo mánuði með hæsta móti.

Verð íbúða hækkaði á höfuðborgarsvæðinu um 5,5% sem er mesta 12 mánaða hækkun frá nóvember árið 2018. Á landsbyggðinni hægðist á verðhækkunum en í maí hafði íbúðaverð lækkað um 1,2%.

Þá benda tölur um þinglýsingar kaupsamninga til þess að þinglýsingum sé farið að fjölga á landsbyggðinni eftir að fjöldi dróst saman í samkomubanni vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Íbúðir seldar í maí voru þá að meðaltali 77 daga í sölu.

Í skýrslunni segir þá að ódýrara sé að leigja íbúð núna en í fyrra. Skarpar lækkanir hafi verið á leiguverði en hækkun íbúðaverðs hafi einnig stuðlað að lækkuninni.

Hrein ný útlán bankanna vegna íbúðarkaupa námu 22,3 ma. Kr. í maí og hafa útlánin aldrei verið meiri.+ Samkvæmt fasteignaskrá eru nú um 4.400 íbúðir með byggingarár 2019 eða 2020. Af þessum 4.400 íbúðum eru tæplega þúsund sérbýli en hinar eru í fjölbýlishúsum. Rúmlega 1.500 nýjar íbúðir eru í Reykjavík, nær 600 í Kópavogi og um 300 í Garðabæ, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Árborg og á Akureyri. Rangárþing ytra er eina sveitarfélagið, að Akureyrarbæ frátöldum, sem er í meira en klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og með yfir 30 nýjar íbúðir en Hella er stærsti byggðarkjarninn í sveitarfélaginu. Á Norðvesturlandi eru 33 nýjar íbúðir, á Vestfjörðum eru þær 21 og 14 á Austurlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
0
2
7.207

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-5,07
16
177.514
ICEAIR
-2,63
20
20.161
REGINN
-1,94
3
6.676
EIK
-1,84
3
24.545
FESTI
-1,06
2
4.005
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.