Lífið

Sat saklaus í fangelsi í 37 ár: „Mun aldrei gleyma þessari áheyrnarprufu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Archie Williams gæti sannarlega farið langt í þáttunum en saga hans er merkileg. 
Archie Williams gæti sannarlega farið langt í þáttunum en saga hans er merkileg. 

Archie William sat í fangelsi í 37 ára fyrir glæp sem hann framdi ekki. Þann 9. desember árið 1982 varð kona fyrir hrottalegri nauðgun og líkamsárás.

Archie var ákærður fyrir glæpinn og að lokum dæmdur í 80 ára fangelsi eftir fimm daga réttarhöld. Hann sat í fangelsi í tæplega fjóra áratugi þar til að DNA-sýni sýndi fram á sakleysi hans. Archie Williams mætti í áheyrnaprufu í America´s Got Talent fyrir ekki svo löngu og sagði sögu sína þar. Hann slapp úr fangelsi 21. mars 2019 en hefur margoft horft á þættina í fangelsi síðust ár.

Hann flutti lagið Don't Let the Sun Go Down on Me og heillaði heldur betur salinn og dómnefndina.

„Ég mun aldrei gleyma þessari áheyrnarprufu út ævi mína,“ sagði Simon Cowell í sinni umsögn en Archie Williams komst áfram í næstu umferð í þáttunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.