Fótbolti

„17 ára Ísak Berg­mann sökkti Gauta­borg“ | Sjáðu fyrsta markið hans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak fagnar markinu sínu í gær.
Ísak fagnar markinu sínu í gær. mynd/norrköping

„17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sökkti IFK Gautaborg er Norrköping vann fimmta leikinn af sex mögulegum,“ skrifaði SportExpressen eftir leik IFK Gautaborg og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Ísak Bergmann stal öllum fyrirsögnum eftir leikinn en hann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni í gær er Norrköping vann 3-1 sigur á Gautaborg. Liðið er á toppi deildarinnar með sextán stig af átján mögulegum.

Tveimur vikum áður hafði Ísak lagt upp tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og tölfræði hans í leiknum í gær var ansi myndarleg en markið hans má sjá hér.

Ísak Bergmann hefur slegið í gegn hjá sænska liðinu þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur brotist inn í aðalliðið í upphafi þessara leiktíðar í Svíþjóð.

Ísak er fæddur árið 2003 og faðir hans er fyrrum landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson en Twitter logaði í gær eftir mark Skagamannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×