Fótbolti

„17 ára Ísak Berg­mann sökkti Gauta­borg“ | Sjáðu fyrsta markið hans

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak fagnar markinu sínu í gær.
Ísak fagnar markinu sínu í gær. mynd/norrköping

„17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sökkti IFK Gautaborg er Norrköping vann fimmta leikinn af sex mögulegum,“ skrifaði SportExpressen eftir leik IFK Gautaborg og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Ísak Bergmann stal öllum fyrirsögnum eftir leikinn en hann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni í gær er Norrköping vann 3-1 sigur á Gautaborg. Liðið er á toppi deildarinnar með sextán stig af átján mögulegum.

Tveimur vikum áður hafði Ísak lagt upp tvö mörk í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og tölfræði hans í leiknum í gær var ansi myndarleg en markið hans má sjá hér.

Ísak Bergmann hefur slegið í gegn hjá sænska liðinu þrátt fyrir ungan aldur en hann hefur brotist inn í aðalliðið í upphafi þessara leiktíðar í Svíþjóð.

Ísak er fæddur árið 2003 og faðir hans er fyrrum landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson en Twitter logaði í gær eftir mark Skagamannsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.