Viðskipti innlent

Heildar­far­þega­fjöldinn 18 þúsund í júní

Atli Ísleifsson skrifar
Heildarframboð Icelandair minnkaði um 96% á milli ára.
Heildarframboð Icelandair minnkaði um 96% á milli ára. Vísir/Vilhelm

Heildarfjöldi farþega hjá Icelandair í júní var rúmlega 18 þúsund samanborið við um 553 þúsund á sama tíma í fyrra. Er því um að ræða 97 prósent samdrátt á milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallarinnar í gær. „Þetta er þó töluverð aukning frá því í maí þegar heildarfjöldi farþega var aðeins um þrjú þúsund. Heildarframboð minnkaði um 96% á milli ára.

Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 12 þúsund í júnímánuði og fækkaði um 52% á milli ára. Framboð minnkaði um 63%.“

Icelandair hóf að auka áætlunarflug á ný um miðjan síðasta mánuð þegar aflétting ferðatakmarkana hófst í Evrópu. Segir í tilkynningunni að félagið hafi lagt áherslu á að halda uppi lágmarksflugsamgöngum til og frá landinu undanfarnar vikur og mánuði og jafnframt tryggt fraktflutninga sem hafa dregist mun minna saman en farþegaflug á tímabilinu.

„Seldir blokktímar í leiguflugstarfsemi félagsins drógust saman um 66% á milli ára í júní. Flutningastarfsemi félagsins gekk vel í júnímánuði og drógust fraktflutningar aðeins saman um 9% á milli ára. Samdrætti í farþegaflugi hefur verið mætt með auknum ferðum fraktvéla félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.