Viðskipti innlent

Mjólka stefnir MS

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mjólka stefnir MS fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
Mjólka stefnir MS fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur Vísir/Vilhelm

Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. Samkvæmt stefnunni er beint fjártjón Mjólku vegna athæfis MS tæpar 59 milljónir króna.

Krafa Mjólku er að viðurkennd verði skaðabótaskylda MS vegna misnotkun síðarnefnda félagsins á markaðsráðandi stöðu sinni á mjólkurmarkaði á árunum 2008 til 2010. Eins er þess krafist að MS greiði Mjólku málskostnað.

Meðal þess sem sem Mjólka tekur til í stefnunni, og byggir hana á, er að MS hafi selt Mjólku hrámjólk, sem er grundvallarhráefni í framleiðslu mjólkurvara, á hærra verði en til keppinauta félagsins, til að mynda Kaupfélags Skagfirðinga. Þannig hafi samkeppnisstaða Mjólku verið veikt og félaginu komið út af mjólkurmarkaði.

Sú fjárhæð sem Mjólka fer fram á að MS greiði í skaðabætur er mismunur á því verði sem Mjólka greiddi fyrir hrámjólk árin 2008 og 2009 og því verði sem KS greiddi fyrir sambærilegt magn hrámjólkur á sömu árum.

„Er sú fjárhæð þannig fundin að árið 2008 keypti stefnandi hrámjólk af stefnda fyrir kr. 87.721.240 sem var 10.996.519 hærri fjárhæð en KS greiddi fyrir sambærilegt hrámjólkurmagn. Árið 2009 keypti stefnandi hrámjólk af stefnda fyrir kr. 306.889.719 sem var kr. 47.927.160 hærri fjárhæð en KS greiddi fyrir sama magn hrámjólkur til stefnda. Beint fjártjón stefnanda vegna mismununar árið 2008 og 2009 nam því kr. 58.923.679.“ segir í stefnunni. Þar kemur einnig fram að útreikningar þessir hafi verið unnir af löggildum endurskoðanda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-4,46
9
11.342
REGINN
-3,33
9
137.149
REITIR
-2,99
14
108.352
ICESEA
-2,57
8
11.808
ICEAIR
-2,5
35
11.966
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.