Bíó Paradís bjargað Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 12:21 Bíó Paradís við Hverfisgötu Vísir/Vilhelm Gunnarsson Bíó Paradís við Hverfisgötu mun hefja starfsemi að nýju í haust, en kvikmyndahúsið hefur verið lokað frá 1. maí. Náðst hefur samkomulag við eigendur hússins og uppfærslur gerðar á samstarfssamningum við ríki og borg, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Stefnt er að því að opna bíóið á ný um miðjan september næstkomandi, en þá verða liðin tíu ár frá því að starfsemi hófst þar. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segist vera himinlifandi með niðurstöðuna. Vísir ræddi síðast við Hrönn í gær um stöðu mála, þá sagði hún að þessi mánaðamót mörkuðu þáttaskil. Peningarnir væru uppurnir og ef ekki næðist samkomulag við ríki og borg á næstu dögum væri endurreisn kvikmyndahússins úr sögunni. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.vísir/egill „Við viljum þakka öllu stuðningsfólki Bíós Paradísar fyrir stuðninginn, en þó sérstaklega mennta- og menningarmálamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og eigendum hússins, félaginu Karli Mikla ehf.,“ segir Hrönn í fyrrnefndri tilkynningu. Þar segir jafnframt að vegna aðstæðna hafi Bíó Paradís þurft að segja upp öllu starfsfólki síðastliðið vor, en þá höfðu aðilar ekki náð saman um leigukjör og nauðsynlegar endurbætur og viðhald húsnæðisins til lengri tíma. Það hefur nú tekist, eftir að málsaðilar slógu af „ítrustu kröfum sínum og mættust á miðri leið,“ eins og það er orðað. Áframhaldandi starfsemi í kvikmyndamenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur því verið tryggð. Borgarstjóri og mennta- og menningarmálaráðherra segjast einnig vera kát með málalyktir. Bíó Paradís sé vagga kvikmyndamenningar á Íslandi og gegni mikilvægu hlutverki fyrir atvinnugreinina. Þá segir ráðherra jafnframt að ráðgert sé að að kynna með haustinu heildstæða kvikmyndastefnu fyrir Ísland, þar sem m.a. sé gert ráð fyrir „rekstri öflugs kvikmyndamenningarhúss.“ Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Bíó Paradís við Hverfisgötu mun hefja starfsemi að nýju í haust, en kvikmyndahúsið hefur verið lokað frá 1. maí. Náðst hefur samkomulag við eigendur hússins og uppfærslur gerðar á samstarfssamningum við ríki og borg, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Stefnt er að því að opna bíóið á ný um miðjan september næstkomandi, en þá verða liðin tíu ár frá því að starfsemi hófst þar. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíós Paradísar segist vera himinlifandi með niðurstöðuna. Vísir ræddi síðast við Hrönn í gær um stöðu mála, þá sagði hún að þessi mánaðamót mörkuðu þáttaskil. Peningarnir væru uppurnir og ef ekki næðist samkomulag við ríki og borg á næstu dögum væri endurreisn kvikmyndahússins úr sögunni. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.vísir/egill „Við viljum þakka öllu stuðningsfólki Bíós Paradísar fyrir stuðninginn, en þó sérstaklega mennta- og menningarmálamálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg og eigendum hússins, félaginu Karli Mikla ehf.,“ segir Hrönn í fyrrnefndri tilkynningu. Þar segir jafnframt að vegna aðstæðna hafi Bíó Paradís þurft að segja upp öllu starfsfólki síðastliðið vor, en þá höfðu aðilar ekki náð saman um leigukjör og nauðsynlegar endurbætur og viðhald húsnæðisins til lengri tíma. Það hefur nú tekist, eftir að málsaðilar slógu af „ítrustu kröfum sínum og mættust á miðri leið,“ eins og það er orðað. Áframhaldandi starfsemi í kvikmyndamenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur því verið tryggð. Borgarstjóri og mennta- og menningarmálaráðherra segjast einnig vera kát með málalyktir. Bíó Paradís sé vagga kvikmyndamenningar á Íslandi og gegni mikilvægu hlutverki fyrir atvinnugreinina. Þá segir ráðherra jafnframt að ráðgert sé að að kynna með haustinu heildstæða kvikmyndastefnu fyrir Ísland, þar sem m.a. sé gert ráð fyrir „rekstri öflugs kvikmyndamenningarhúss.“
Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45
Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03