„Algjörlega galið“ að nýr eigandi bíls þurfi að greiða skuldir fyrri eiganda Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 21:00 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Formaður Neytendasamtakanna segir ný lög um ökurtækjatryggingar „algjörlega galin“ í framkvæmd. Með lögunum er tryggingafélögum gert kleift að rukka nýjan eiganda bíls um iðgjöld sem fyrri eigandi stóð ekki skil á. Gjöldin geta safnast upp í allt að tvö ár og á þau lagst innheimtukostnaður, sem nýr eigandi þarf að standa skil á, að sögn formannsins. Neytendasamtökin greindu frá því á vefsíðu sinni í dag að þeim hefði borist mál sem snýr að bíl sem var í eigu bílaleigu með áhvílandi tryggingariðgjöld. Í skjóli nýrra laga um ökutækjatryggingar sem tóku gildi um áramótin innheimtir tryggingafélagið vangoldin gjöld eldri eiganda ásamt áföllnum kostnaði, af nýja eigandanum. Í tilkynningu hvetja samtökin væntanlega kaupendur til að sýna varúð við kaup á notuðum bílum og tryggingafyrirtæki til að nýta sér ekki þessa gloppu í lögum. „Að öðrum kosti getur nýr eigandi (eða síðari eigendur) lent í því að þurfa að greiða þau. Slík könnun er þó í mörgum tilvikum torveld og íþyngjandi, til dæmis með tilliti til persónuverndarlaga. Samtökin brýna fyrir væntanlegum kaupendum að sýna aðgát og fá til dæmis fullvissu frá seljanda um að ekki hvíli vangoldin gjöld á ökutækinu.“ Þá segir í tilkynningu að Neytendasamtökin, ásamt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandinu, hafi tekið málið til rækilegrar skoðunar og að ákvörðunar um næstu skref sé að bíða innan skamms. Örugglega ekki vilji löggjafans Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræddi málið frekar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði um að ræða algjörlega galin lög. „Þannig er að ef fólk kaupir notaðan bíl sem einhver eigandi, kannski ekki síðasti eigandi, [heldur] þarsíðasti eða þar á undan, trassaði að borga iðgjöldin, þá eru þau orðin lögveð núna í bílnum og þar af leiðandi fylgir honum og tryggingafélagið getur gert kröfu um að seinni tíma eigandi greiði upp skuldir fyrri eigenda,“ sagði Breki. „Í framkvæmd er þetta algerlega galið og náttúrulega örugglega ekki vilji löggjafans, ég trúi því bara ekki. Því það er engin leið fyrir netytendur, eða kaupanda væntanlegan, að fletta því upp eða vita það að eitthvert tryggingafélag eigi kröfu á einhvern bíl nema með því að hringja í öll möguleg og ómöguleg tryggingafélög á landinu til þess að kanna það. Og þar meira að segja koma persónuverndarlög til sögunnar því það er ekkert víst að tryggingafélag megi einu sinni gefa upp hvort fyrri eigendur hafi skuldað iðgjöldin af viðkomandi bifreið.“ Geta krafist nauðungarsölu á bíl nýja eigandans Þá mega bílasölur að öllum líkindum ekki fletta upp upplýsingum um umrædd iðgjöld fyrir kaupendur, að sögn Breka. „Þessi lög eru í fyrsta lagi algjörlega vanhugsuð því að það er ekkert tekið á slíku. Fyrirtæki mega ekkert frekar fletta upp persónuupplýsingum um fólk nema að fengnu leyfi þess. […] Ég held að þetta hljóti að hafa verið einhvers konar handvömm eða þá málið ekki hugsað alveg til hins ítrasta, því þetta er bara það galið á allan hátt að ég skil það ekki. Væntanlega er þetta hugsað með hag tryggingafélaga í huga,“ Þá sagði Breki heimild í lögunum til að leggja innheimtukostnað ofan á vangoldnu iðgjöldin. Gjöldin geti safnast upp í tvö ár, auk þess sem tryggingafélag gæti krafist nauðungarsölu á bifreið ef nýr eigandi neitar að greiða skuld fyrri eigenda. „Við erum með dæmi núna um skuld, sem var ekki há enda eru bara sjö mánuðir síðan lögin tóku gildi, og skuldin er 12 þúsund krónur en innheimtukostnaðurinn er kominn upp í 16 þúsund. Við sjáum að þessi vangoldnu iðgjöld geta fylgt bifreiðinni í allt að tvö ár.“ Viðtalið við Breka í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni. Neytendur Bílar Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna segir ný lög um ökurtækjatryggingar „algjörlega galin“ í framkvæmd. Með lögunum er tryggingafélögum gert kleift að rukka nýjan eiganda bíls um iðgjöld sem fyrri eigandi stóð ekki skil á. Gjöldin geta safnast upp í allt að tvö ár og á þau lagst innheimtukostnaður, sem nýr eigandi þarf að standa skil á, að sögn formannsins. Neytendasamtökin greindu frá því á vefsíðu sinni í dag að þeim hefði borist mál sem snýr að bíl sem var í eigu bílaleigu með áhvílandi tryggingariðgjöld. Í skjóli nýrra laga um ökutækjatryggingar sem tóku gildi um áramótin innheimtir tryggingafélagið vangoldin gjöld eldri eiganda ásamt áföllnum kostnaði, af nýja eigandanum. Í tilkynningu hvetja samtökin væntanlega kaupendur til að sýna varúð við kaup á notuðum bílum og tryggingafyrirtæki til að nýta sér ekki þessa gloppu í lögum. „Að öðrum kosti getur nýr eigandi (eða síðari eigendur) lent í því að þurfa að greiða þau. Slík könnun er þó í mörgum tilvikum torveld og íþyngjandi, til dæmis með tilliti til persónuverndarlaga. Samtökin brýna fyrir væntanlegum kaupendum að sýna aðgát og fá til dæmis fullvissu frá seljanda um að ekki hvíli vangoldin gjöld á ökutækinu.“ Þá segir í tilkynningu að Neytendasamtökin, ásamt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandinu, hafi tekið málið til rækilegrar skoðunar og að ákvörðunar um næstu skref sé að bíða innan skamms. Örugglega ekki vilji löggjafans Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræddi málið frekar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði um að ræða algjörlega galin lög. „Þannig er að ef fólk kaupir notaðan bíl sem einhver eigandi, kannski ekki síðasti eigandi, [heldur] þarsíðasti eða þar á undan, trassaði að borga iðgjöldin, þá eru þau orðin lögveð núna í bílnum og þar af leiðandi fylgir honum og tryggingafélagið getur gert kröfu um að seinni tíma eigandi greiði upp skuldir fyrri eigenda,“ sagði Breki. „Í framkvæmd er þetta algerlega galið og náttúrulega örugglega ekki vilji löggjafans, ég trúi því bara ekki. Því það er engin leið fyrir netytendur, eða kaupanda væntanlegan, að fletta því upp eða vita það að eitthvert tryggingafélag eigi kröfu á einhvern bíl nema með því að hringja í öll möguleg og ómöguleg tryggingafélög á landinu til þess að kanna það. Og þar meira að segja koma persónuverndarlög til sögunnar því það er ekkert víst að tryggingafélag megi einu sinni gefa upp hvort fyrri eigendur hafi skuldað iðgjöldin af viðkomandi bifreið.“ Geta krafist nauðungarsölu á bíl nýja eigandans Þá mega bílasölur að öllum líkindum ekki fletta upp upplýsingum um umrædd iðgjöld fyrir kaupendur, að sögn Breka. „Þessi lög eru í fyrsta lagi algjörlega vanhugsuð því að það er ekkert tekið á slíku. Fyrirtæki mega ekkert frekar fletta upp persónuupplýsingum um fólk nema að fengnu leyfi þess. […] Ég held að þetta hljóti að hafa verið einhvers konar handvömm eða þá málið ekki hugsað alveg til hins ítrasta, því þetta er bara það galið á allan hátt að ég skil það ekki. Væntanlega er þetta hugsað með hag tryggingafélaga í huga,“ Þá sagði Breki heimild í lögunum til að leggja innheimtukostnað ofan á vangoldnu iðgjöldin. Gjöldin geti safnast upp í tvö ár, auk þess sem tryggingafélag gæti krafist nauðungarsölu á bifreið ef nýr eigandi neitar að greiða skuld fyrri eigenda. „Við erum með dæmi núna um skuld, sem var ekki há enda eru bara sjö mánuðir síðan lögin tóku gildi, og skuldin er 12 þúsund krónur en innheimtukostnaðurinn er kominn upp í 16 þúsund. Við sjáum að þessi vangoldnu iðgjöld geta fylgt bifreiðinni í allt að tvö ár.“ Viðtalið við Breka í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Neytendur Bílar Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent