Viðskipti innlent

155 manns sagt upp í fjórum hóp­upp­sögnum

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill

Alls var 155 manns sagt upp í fjórum hópuppsögnum í nýliðnum júnímánuði.

Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Vísi. „Þetta er í samræmi við spár okkar, og miklu minna en hefur verið síðustu mánuði.“

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar mældist atvinnuleysi 9,9 prósent í maímánuði, þar sem atvinnuleysi mælist mest í aldurshópnum 16 til 24 ára eða 23,3 prósent.

Unnur segist eiga von á að atvinnuleysi aukist á ný í ágúst þegar margir verða búnir að vinna uppsagnarfrest.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,52
11
167.087
ICESEA
2,41
6
64.330
EIK
1,91
2
20.760
REGINN
1,81
6
19.314
TM
1,35
4
100.425

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,62
14
1.821
LEQ
-3,17
1
495
ORIGO
-0,98
2
878
ARION
-0,15
7
2.482
EIM
0
2
219
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.