Golf

Mickelson efstur eftir tvo daga á Travelers | Rory meðal efstu manna

Ísak Hallmundarson skrifar
Phil Mickelson lætur aldurinn ekki stoppa sig og heldur áfram að spila golf í hæsta gæðaflokki.
Phil Mickelson lætur aldurinn ekki stoppa sig og heldur áfram að spila golf í hæsta gæðaflokki. getty/Elsa

Phil Mickelson, einn besti golfari heims og fimmfaldur sigurvegari á risamótum, er efstur eftir tvo hringi á Travelers-mótinu. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Mickelson er nýorðinn fimmtugur en hann er á samtals 13 höggum undir pari. Hann lék fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari í gær og fylgdi því eftir í dag með því að leika á 7 höggum undir pari eða 63 höggum. 

Hann byrjaði á því að fá skolla á 2. braut og var tveimur höggum undir pari eftir fyrstu níu holurnar í dag. Hann náði síðan góðum spretti og var fjórum undir á síðustu sex holunum, fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. braut og endaði 18. holu á fugli. 

Jafnir í 2. sæti eru Will Gordon og Mackenzie Hughes, sem eru á 12 höggum undir pari. Hughes var efstur eftir gærdaginn en hann átti stórkostlegan fyrsta hring sem hann lék á tíu höggum undir pari. 

Fimm leikmenn eru síðan jafnir í 4. sætinu á níu höggum undir pari. Einn af þeim er Rory McIlroy, sá sem er efstur á heimslistanum, en hann lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og í dag lék hann á tveimur undir. 

Síðustu tveir dagar mótsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf um helgina og hefst útsending kl. 17 bæði laugardag og sunnudag. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.