Mickelson efstur eftir tvo daga á Travelers | Rory meðal efstu manna Ísak Hallmundarson skrifar 26. júní 2020 23:00 Phil Mickelson lætur aldurinn ekki stoppa sig og heldur áfram að spila golf í hæsta gæðaflokki. getty/Elsa Phil Mickelson, einn besti golfari heims og fimmfaldur sigurvegari á risamótum, er efstur eftir tvo hringi á Travelers-mótinu. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Mickelson er nýorðinn fimmtugur en hann er á samtals 13 höggum undir pari. Hann lék fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari í gær og fylgdi því eftir í dag með því að leika á 7 höggum undir pari eða 63 höggum. Hann byrjaði á því að fá skolla á 2. braut og var tveimur höggum undir pari eftir fyrstu níu holurnar í dag. Hann náði síðan góðum spretti og var fjórum undir á síðustu sex holunum, fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. braut og endaði 18. holu á fugli. Jafnir í 2. sæti eru Will Gordon og Mackenzie Hughes, sem eru á 12 höggum undir pari. Hughes var efstur eftir gærdaginn en hann átti stórkostlegan fyrsta hring sem hann lék á tíu höggum undir pari. Fimm leikmenn eru síðan jafnir í 4. sætinu á níu höggum undir pari. Einn af þeim er Rory McIlroy, sá sem er efstur á heimslistanum, en hann lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og í dag lék hann á tveimur undir. Síðustu tveir dagar mótsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf um helgina og hefst útsending kl. 17 bæði laugardag og sunnudag. Golf Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Phil Mickelson, einn besti golfari heims og fimmfaldur sigurvegari á risamótum, er efstur eftir tvo hringi á Travelers-mótinu. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Mickelson er nýorðinn fimmtugur en hann er á samtals 13 höggum undir pari. Hann lék fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari í gær og fylgdi því eftir í dag með því að leika á 7 höggum undir pari eða 63 höggum. Hann byrjaði á því að fá skolla á 2. braut og var tveimur höggum undir pari eftir fyrstu níu holurnar í dag. Hann náði síðan góðum spretti og var fjórum undir á síðustu sex holunum, fékk þrjá fugla í röð á 13.-15. braut og endaði 18. holu á fugli. Jafnir í 2. sæti eru Will Gordon og Mackenzie Hughes, sem eru á 12 höggum undir pari. Hughes var efstur eftir gærdaginn en hann átti stórkostlegan fyrsta hring sem hann lék á tíu höggum undir pari. Fimm leikmenn eru síðan jafnir í 4. sætinu á níu höggum undir pari. Einn af þeim er Rory McIlroy, sá sem er efstur á heimslistanum, en hann lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og í dag lék hann á tveimur undir. Síðustu tveir dagar mótsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf um helgina og hefst útsending kl. 17 bæði laugardag og sunnudag.
Golf Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira