Viðskipti innlent

Samningurinn kynntur fé­lags­mönnum FFÍ

Atli Ísleifsson skrifar
Frá fundinum á Hilton hótelinu í morgun.
Frá fundinum á Hilton hótelinu í morgun. aðsend

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst nú klukkan tíu á Hilton hótel þar sem farið er yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var í gær. Ráðgert er að annar fundur verður haldinn á sama stað klukkan 12:30.

Samningurinn sem undirritaður var gildir til næstu fimm ára en starfsöryggi félagsmanna FFÍ var eitt af aðaláhersluatriðum samninganefndar í viðræðunum.

Eftir að samningur lá fyrir aðfararnótt gærdagsins, sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, að það sé mikill léttir að hafa náð að skrifa undir kjarasamning eftir „mjög þungar og flóknar“ kjaraviðræður síðustu vikna. Um hafi verið að ræða „risastórt“ skref fyrir stéttina en hagræðingarkröfur Icelandair hafi verið miklar.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði samninginn vera mikilvægan hlekk í að tryggja framtíð félagsins og endurskipuleggja fjárhag þess.


Tengdar fréttir

Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair

Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir.

„Risastórt fyrir stéttina“

Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt.

Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning

Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×