Viðskipti innlent

Atli, Edit og Elsa til Icelandic Startups

Atli Ísleifsson skrifar
Elsa Bjarnadóttir, Atli Björgvinsson og Edit Bjarnadóttir.
Elsa Bjarnadóttir, Atli Björgvinsson og Edit Bjarnadóttir. Icelandic Startups

Atli Björgvinsson, Edit Ómarsdóttir og Elsa Bjarnadóttir hafa öll verið ráðin til Icelandic Startups til að efla stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki í þeim verkefnum sem framundan eru.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Atli hafi verið ráðinn markaðsstjóri félagsins. Hann sé menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri í markaðsdeild Vodafone, nú Sýnar, þar sem hann stýrði síðast markaðsstarfi Vodafone á Íslandi og bar ábyrgð á stórum sem smáum herferðum fyrirtækisins.

„Þá munu Edit Ómarsdóttir og Elsa Bjarnadóttir taka við starfi verkefnastjóra.

Edit lauk BSc prófi í tölvunarfræði með áherslu á lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019 og hefur síðan starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Origo. Edit vann að ýmsum rannsóknarverkefnum samhliða námi og átti sæti í stjórn /sys/tur félags kvenna í tölvunarfræði við HR. Teymið hennar Statum hlaut verðlaun í frumkvöðlakeppninni Gullegginu fyrir bestu stafrænu lausnina árið 2019.

Elsa er menntuð í vefhönnun og -þróun og starfaði áður sem viðmótshönnuður fyrir Stafrænt Ísland hjá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hún starfaði þvert á stofnanir ríkisins og kom meðal annars að því að innleiða nýtt ferli fæðingarorlofssjóðs. Elsa hefur einnig víðtæka reynslu af stjórnun reksturs og mannauðs- og markaðsmálum úr veitingageiranum,“ segir í tilkynningunni.

Hlutverk félagsins er að skapa vettvang til tengslamyndunar og veita einstaklingum og teymum leiðsögn við mótun viðskiptaáætlana til að komast hratt að því hvort nægilegar viðskiptalegar forsendur séu til staðar og styðja þá við ferlið þar til vara er komin á markað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
3,27
24
587.305
REGINN
1,88
17
52.123
FESTI
1,79
9
233.301
VIS
1,71
5
142.148
ICESEA
1,44
4
51.106

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-3,36
1
1.496
ICEAIR
-1,71
17
8.941
MAREL
-0,58
20
362.868
ORIGO
-0,51
5
74.256
BRIM
0
2
21.389
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.