MS hættir að nota „feta“ í vöruheitum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 12:20 MS mun hætta að nota heitið „feta“ um vörur sínar. STÖÐ 2 Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór fram á það við íslensk stjórnvöld að séð yrði til þess að Mjólkursamsalan hætti að nota orðið feta í framleiðslu sinni. RÚV sagði fyrst frá því að Evrópuþingmaðurinn Emmanouil Fragkos hefði lagt fram fyrirspurn í apríl um framleiðslu MS á fetaosti og bent á að hann væri framleiddur úr mjólk áa og geita í Grikklandi, og þá með sérstökum aðferðum. Séu þau skilyrði ekki uppfyllt teljist osturinn ekki vera feta og ekki hægt að kalla osta framleidda utan Grikklands fetaosta. Væri því spurning hvort notkun MS á "feta" væri lögleg. Framkvæmdastjórn ESB telur að "feta" falli undir samkomulag á milli Íslands og Evrópusambandsins frá 2016 um landfræðilega vernd matvara og jafnframt að MS sé því óheimilt að nota heitið. Framkvæmdastjórnin óskaði þegar eftir því að íslensk stjórnvöld gripi til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun þess. Mjólkursamsalan brást hratt við. Salatostur eða veisluostur Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir að MS hafi borist erindi frá Matvælastofnun vegna málsins í byrjun vikunnar. Þær hafi snúið að heitunum „feta“ og „feti.“ „Við höfum hug á að breyta nafninu á okkar vöru og höfum þegar sett af stað vinnu í því tilliti með nöfnunum ,salatostur‘ og ,veisluostur.‘“ Hún segir að ekki hafi verið vafi um það innan herbúða MS að breyta hafi þurft um heiti á vörunum. „Ef það er búið að skrifa undir samning milli ríkja um ákveðna vernd var það okkar mat að þá myndum við bara breyta nöfnunum. Sunna segir jafnframt að verið sé að skoða hvort unnt sé að nota þær umbúðir sem þegar séu til, sem feli í sér orðið ,,feta" eða hvort þeim þurfi að farga. Evrópusambandið Grikkland Matur Höfundaréttur Tengdar fréttir ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Sjá meira
Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór fram á það við íslensk stjórnvöld að séð yrði til þess að Mjólkursamsalan hætti að nota orðið feta í framleiðslu sinni. RÚV sagði fyrst frá því að Evrópuþingmaðurinn Emmanouil Fragkos hefði lagt fram fyrirspurn í apríl um framleiðslu MS á fetaosti og bent á að hann væri framleiddur úr mjólk áa og geita í Grikklandi, og þá með sérstökum aðferðum. Séu þau skilyrði ekki uppfyllt teljist osturinn ekki vera feta og ekki hægt að kalla osta framleidda utan Grikklands fetaosta. Væri því spurning hvort notkun MS á "feta" væri lögleg. Framkvæmdastjórn ESB telur að "feta" falli undir samkomulag á milli Íslands og Evrópusambandsins frá 2016 um landfræðilega vernd matvara og jafnframt að MS sé því óheimilt að nota heitið. Framkvæmdastjórnin óskaði þegar eftir því að íslensk stjórnvöld gripi til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun þess. Mjólkursamsalan brást hratt við. Salatostur eða veisluostur Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir að MS hafi borist erindi frá Matvælastofnun vegna málsins í byrjun vikunnar. Þær hafi snúið að heitunum „feta“ og „feti.“ „Við höfum hug á að breyta nafninu á okkar vöru og höfum þegar sett af stað vinnu í því tilliti með nöfnunum ,salatostur‘ og ,veisluostur.‘“ Hún segir að ekki hafi verið vafi um það innan herbúða MS að breyta hafi þurft um heiti á vörunum. „Ef það er búið að skrifa undir samning milli ríkja um ákveðna vernd var það okkar mat að þá myndum við bara breyta nöfnunum. Sunna segir jafnframt að verið sé að skoða hvort unnt sé að nota þær umbúðir sem þegar séu til, sem feli í sér orðið ,,feta" eða hvort þeim þurfi að farga.
Evrópusambandið Grikkland Matur Höfundaréttur Tengdar fréttir ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Sjá meira
ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13