MS hættir að nota „feta“ í vöruheitum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 12:20 MS mun hætta að nota heitið „feta“ um vörur sínar. STÖÐ 2 Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór fram á það við íslensk stjórnvöld að séð yrði til þess að Mjólkursamsalan hætti að nota orðið feta í framleiðslu sinni. RÚV sagði fyrst frá því að Evrópuþingmaðurinn Emmanouil Fragkos hefði lagt fram fyrirspurn í apríl um framleiðslu MS á fetaosti og bent á að hann væri framleiddur úr mjólk áa og geita í Grikklandi, og þá með sérstökum aðferðum. Séu þau skilyrði ekki uppfyllt teljist osturinn ekki vera feta og ekki hægt að kalla osta framleidda utan Grikklands fetaosta. Væri því spurning hvort notkun MS á "feta" væri lögleg. Framkvæmdastjórn ESB telur að "feta" falli undir samkomulag á milli Íslands og Evrópusambandsins frá 2016 um landfræðilega vernd matvara og jafnframt að MS sé því óheimilt að nota heitið. Framkvæmdastjórnin óskaði þegar eftir því að íslensk stjórnvöld gripi til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun þess. Mjólkursamsalan brást hratt við. Salatostur eða veisluostur Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir að MS hafi borist erindi frá Matvælastofnun vegna málsins í byrjun vikunnar. Þær hafi snúið að heitunum „feta“ og „feti.“ „Við höfum hug á að breyta nafninu á okkar vöru og höfum þegar sett af stað vinnu í því tilliti með nöfnunum ,salatostur‘ og ,veisluostur.‘“ Hún segir að ekki hafi verið vafi um það innan herbúða MS að breyta hafi þurft um heiti á vörunum. „Ef það er búið að skrifa undir samning milli ríkja um ákveðna vernd var það okkar mat að þá myndum við bara breyta nöfnunum. Sunna segir jafnframt að verið sé að skoða hvort unnt sé að nota þær umbúðir sem þegar séu til, sem feli í sér orðið ,,feta" eða hvort þeim þurfi að farga. Evrópusambandið Grikkland Matur Höfundaréttur Tengdar fréttir ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Mjólkursamsalan ætlar að fara að kröfum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að hætta að nota orðið ,,feta" í ostaframleiðslu sinni. Skipt verður um nafn á ostinum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fór fram á það við íslensk stjórnvöld að séð yrði til þess að Mjólkursamsalan hætti að nota orðið feta í framleiðslu sinni. RÚV sagði fyrst frá því að Evrópuþingmaðurinn Emmanouil Fragkos hefði lagt fram fyrirspurn í apríl um framleiðslu MS á fetaosti og bent á að hann væri framleiddur úr mjólk áa og geita í Grikklandi, og þá með sérstökum aðferðum. Séu þau skilyrði ekki uppfyllt teljist osturinn ekki vera feta og ekki hægt að kalla osta framleidda utan Grikklands fetaosta. Væri því spurning hvort notkun MS á "feta" væri lögleg. Framkvæmdastjórn ESB telur að "feta" falli undir samkomulag á milli Íslands og Evrópusambandsins frá 2016 um landfræðilega vernd matvara og jafnframt að MS sé því óheimilt að nota heitið. Framkvæmdastjórnin óskaði þegar eftir því að íslensk stjórnvöld gripi til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir áframhaldandi notkun þess. Mjólkursamsalan brást hratt við. Salatostur eða veisluostur Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar, segir að MS hafi borist erindi frá Matvælastofnun vegna málsins í byrjun vikunnar. Þær hafi snúið að heitunum „feta“ og „feti.“ „Við höfum hug á að breyta nafninu á okkar vöru og höfum þegar sett af stað vinnu í því tilliti með nöfnunum ,salatostur‘ og ,veisluostur.‘“ Hún segir að ekki hafi verið vafi um það innan herbúða MS að breyta hafi þurft um heiti á vörunum. „Ef það er búið að skrifa undir samning milli ríkja um ákveðna vernd var það okkar mat að þá myndum við bara breyta nöfnunum. Sunna segir jafnframt að verið sé að skoða hvort unnt sé að nota þær umbúðir sem þegar séu til, sem feli í sér orðið ,,feta" eða hvort þeim þurfi að farga.
Evrópusambandið Grikkland Matur Höfundaréttur Tengdar fréttir ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13 Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
ESB segir MS ekki mega kalla vörur sínar „feta“ Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það við íslensk stjórnvöld að þau sjái til þess að MS noti ekki heitið „feta“ í framleiðslu sinni á osti. Osturinn sé ekki fetaostur nema framleiddur í Grikklandi, og þá eftir ákveðinni aðferð. 12. júní 2020 09:13