Viðskipti innlent

WOW Air hefur fraktflug

Andri Eysteinsson skrifar
WOW Air er í eigu Michele Edwards, áður Ballarin.
WOW Air er í eigu Michele Edwards, áður Ballarin. Vísir/Vilhelm

Flugfélagið WOW Air er væntanlegt í loftið að nýju en tilkynnt var á Facebooksíðu flugfélagsins að starfsemi væri hafin í fraktflutningum frá flugvellinum í Martinsburg í Vestur-Virginíu.

Í Martinsburg, hefur félagið samkvæmt tilkynningunni, rúmlega 9000 fermetra flugskýli og vöruhús auk skrifstofupláss sem er 2322 fermetrar að stærð.

Félagið USAerospace Associates, sem er í eigu bandarísku athafnakonunnar Michelle Edwards, áður Ballarin, keypti eignir þrotabús WOW Air eftir að félagið fór í gjaldþrot í mars á síðasta ári.

Edwards tilkynnti í september 2019 að jómfrúarflug yrði í október 2019 en því var frestað. Þá var jómfrúarflug boðað „innan fárra vikna“ í janúar síðastliðnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
1,69
11
246.884
ICESEA
1,02
2
276
MAREL
1
3
656
EIM
0,71
3
3.331
ICEAIR
0,57
17
2.247

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,81
3
2.424
TM
-0,75
2
1.743
ARION
-0,45
12
178.970
EIK
-0,28
1
760
SJOVA
-0,25
2
3.253
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.