Vilja reisa fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 12:52 Hér má sjá drög að hótelinu en áætlaður kostnaður við byggingu þess eru um 40 milljarðar króna. Yrki arkitektar Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. Fyrirspurnin er lögð inn fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. en um er að ræða byggingu sem geti kostað allt að 40 milljarða króna. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Byggingin myndi rúma hundrað 5 stjörnu þjónustu íbúðir sem Four Seasons keðjan myndi reka og um 150 herbergja hótel. Við Geirsgötu 11 stendur nú fasteign í eigu fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation. Um er að ræða gamla vöruskemmu sem hefur verið ónotuð að mestu undanfarin ár. Gengið var frá kaupunum í október á síðasta ári en félagið er í eigu malasíska milljarðamæringsins Vincent Tan sem er einnig eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City og Icelandair Hotels. Sagði hann á sínum tíma að kaupin væru tækifæri fyrir félagið að hefja fjárfestingar á sviði fasteignaþróunar og hótelstarfsemi á Íslandi. Í fyrirspurninni kemur fram að um sé að ræða fyrstu drög og hugmyndin sé að þróa tillöguna áfram í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skipulagssvið Faxaflóahafna og aðra hagsmunaaðila sem munu koma að hugmyndinni til framtíðar. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið en á því eru fjórar skilgreindar lóðir, þ.e. Geirsgata 9, 11, 13 og 15. Til stendur að reisa hótelið við Gömlu höfnina og er hugmyndin að glæða bakkann lífi með því að tengja borgina aftur við bryggjuna. Í fyrirspurninni segir að hugmyndin sé að glæða bakkann lífi.Yrki arkitektar „Er það gert með því að koma fyrir fjölnotabyggingu á bakkanum með starfsemi og þjónustu fyrir almenning, skapar borgarrými fyrir iðandi mannlíf og gönguleiðir þar í gegn og meðfram hafnarbakkanum. Uppbygging á Miðbakka tengir saman og brúar á milli svæðisins við Hörpuna og Granda.“ Stefnt er að því að búa til fjölnota rými bæði innan- og utandyra og þar sem almenningsrými, sýningarsvæði, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, fimm stjórnu hótel og íbúðir verði til. Yrki arkitektar Yrki arkitektar Hugmyndin er að byggja 33.500 fermetra hús með bílakjallara. Áætluð fasteignagjöld til borgarinnar af byggingunni eru um 650 milljónir króna árlega og að aukning landsframleiðslu vegna verkefnisins verði um 3,2 prósent. Markmiðið er sagt vera að draga bæði borgarbúa og ferðamenn niður á Miðbakka og reisa byggingu sem heiðri starfsemi hafnarinnar án þess að útiloka hana. Áætlað er að með byggingunni verði til um 400 ný störf. Forsvarsmenn verkefnisins telja að uppbygging á svæðinu geti haft margvísleg jákvæð efnahagsleg áhrif í för með sér.Yrki arkitektar Ferðamennska á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. Fyrirspurnin er lögð inn fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. en um er að ræða byggingu sem geti kostað allt að 40 milljarða króna. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Byggingin myndi rúma hundrað 5 stjörnu þjónustu íbúðir sem Four Seasons keðjan myndi reka og um 150 herbergja hótel. Við Geirsgötu 11 stendur nú fasteign í eigu fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation. Um er að ræða gamla vöruskemmu sem hefur verið ónotuð að mestu undanfarin ár. Gengið var frá kaupunum í október á síðasta ári en félagið er í eigu malasíska milljarðamæringsins Vincent Tan sem er einnig eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City og Icelandair Hotels. Sagði hann á sínum tíma að kaupin væru tækifæri fyrir félagið að hefja fjárfestingar á sviði fasteignaþróunar og hótelstarfsemi á Íslandi. Í fyrirspurninni kemur fram að um sé að ræða fyrstu drög og hugmyndin sé að þróa tillöguna áfram í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skipulagssvið Faxaflóahafna og aðra hagsmunaaðila sem munu koma að hugmyndinni til framtíðar. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið en á því eru fjórar skilgreindar lóðir, þ.e. Geirsgata 9, 11, 13 og 15. Til stendur að reisa hótelið við Gömlu höfnina og er hugmyndin að glæða bakkann lífi með því að tengja borgina aftur við bryggjuna. Í fyrirspurninni segir að hugmyndin sé að glæða bakkann lífi.Yrki arkitektar „Er það gert með því að koma fyrir fjölnotabyggingu á bakkanum með starfsemi og þjónustu fyrir almenning, skapar borgarrými fyrir iðandi mannlíf og gönguleiðir þar í gegn og meðfram hafnarbakkanum. Uppbygging á Miðbakka tengir saman og brúar á milli svæðisins við Hörpuna og Granda.“ Stefnt er að því að búa til fjölnota rými bæði innan- og utandyra og þar sem almenningsrými, sýningarsvæði, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, fimm stjórnu hótel og íbúðir verði til. Yrki arkitektar Yrki arkitektar Hugmyndin er að byggja 33.500 fermetra hús með bílakjallara. Áætluð fasteignagjöld til borgarinnar af byggingunni eru um 650 milljónir króna árlega og að aukning landsframleiðslu vegna verkefnisins verði um 3,2 prósent. Markmiðið er sagt vera að draga bæði borgarbúa og ferðamenn niður á Miðbakka og reisa byggingu sem heiðri starfsemi hafnarinnar án þess að útiloka hana. Áætlað er að með byggingunni verði til um 400 ný störf. Forsvarsmenn verkefnisins telja að uppbygging á svæðinu geti haft margvísleg jákvæð efnahagsleg áhrif í för með sér.Yrki arkitektar
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira