Viðskipti innlent

Claudi­e Ashoni­e bætist í hóp eig­enda hjá Rétti

Atli Ísleifsson skrifar
Claudie Ashonie Wilson hefur starfað hjá Rétti frá árinu 2013.
Claudie Ashonie Wilson hefur starfað hjá Rétti frá árinu 2013. Réttur

Claudie Ashonie Wilson hefur bæst í hóp eigenda hjá lögmannsstofunni Rétti – Aðalsteinsson & Partners. Hún hefur starfað hjá lögmannsstofunni frá árinu 2013.

Í tilkynningu kemur fram að Claudie hafi útskrifast úr lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2014 og hlotið lögmannsréttindi árið 2016. Er hún fyrsti innflytjandinn utan Evrópu til að öðlast lögmannsréttindi á Íslandi, en hún flutti til Íslands frá heimalandi sínu, Jamaíku, árið 2001.

„Frá árinu 2013 til 2014 starfaði Claudie með námi hjá Rétti en hóf störf sem fulltrúi við útskrift árið 2014. Hún hefur gengt stöðu verkefnastjóra frá vorinu 2018. Helstu starfssvið Claudie eru mannréttindi, útlendinga- og flóttamannaréttur, gjaldþrotaskipti og refsiréttur. Þá hefur hún sérhæft sig í öflun atvinnuleyfa fyrir erlenda sérfræðinga til að starfa hjá íslenskum fyrirtækjum sem og erlendum fyrirtækjum með starfstöðvar hérlendis.

Samhliða lögmannsstörfum sínum er Claudie stundakennari við Háskóla Íslands, Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og hefur nýlega tekið við sæti í fagráði Jafnréttissjóðs Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Alls starfa fjórtán hjá Rétti og eru eigendur nú orðnir sex talsins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,11
4
22.320
SYN
0,59
15
83.500
SIMINN
0,2
12
200.313
ICESEA
0,14
15
290.991
KVIKA
0
13
210.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-3,04
17
155.653
ICEAIR
-2,39
173
201.147
EIM
-2,22
9
67.165
EIK
-1,92
9
125.351
ARION
-1,8
22
556.444
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.