Formúla 1

Fyrstu tvær keppnir formúlutímabilsins fara fram á sömu brautinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lewis Hamilton hefur titilvörn sína í Austurríki 5. júlí næstkomandi.
Lewis Hamilton hefur titilvörn sína í Austurríki 5. júlí næstkomandi. EPA-EFE/Zsolt Czegledi

Formúlan ætti að vera byrjuðu fyrir mörgum mánuðum en hún átti að hefjast þegar kórónufaraldurinn stoppaði alla íþróttaviðburði í marsmánuði.

Fyrsti kappakstur tímabilsins átti að fara fram í Ástralíu 15. mars en keppni var frestað aðeins nokkrum klukkutímum fyrir ræsingu.

Öllum keppnum í formúlu eitt var síðan frestað og fljótlega varð það ljóst að ekki væri hægt að koma þeim öllum fyrir þegar keppni gæti hafist á nýjan leik.

Formúlu eitt tímabilið hefst 5. júlí næstkomandi með keppni í Austurríki og átta keppnir munu fara fram á tíu vikum. Engir áhorfendur verða leyfðir á þessum keppnum.

Allar þessar keppni munu fara fram í Evrópu og á sex brautum. Það fara nefnilega fram tvær keppnir í Austurríki og á Silverstone brautinni í Englandi.

Átta keppnir eru algjört lágmark til krýna heimsmeistara í formúlu eitt en forráðamenn formúlunnar ætla sér að bæta við keppnum seinna á tímabilinu. Tímabilið mun því fara eitthvað lengra inn á veturinn.

  • 2020 tímabilið í formúlu eitt:
  • 5. júlí - Spielberg brautin í Austurríki
  • 12. júlí - Spielberg brautin í Austurríki
  • 19. júlí - Búdapest í Ungverjalandi
  • 2. ágúst - Silverstone brautin í Bretlandi
  • 9. ágúst - Silverstone brautin í Bretlandi
  • 16. ágúst - Barcelona á Spáni
  • 30. ágúst - Spa-Francorchamps brautin í Belgíu
  • 6. september - Monza brautin á Ítalíu


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.