Viðskipti innlent

Heildar­mat fast­eigna á Ís­landi hækkar um 2,1 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 2,3 prósent á milli ára og verður alls 6.511 milljarðar króna.
Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 2,3 prósent á milli ára og verður alls 6.511 milljarðar króna. Vísir/Vilhelm

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 2,1 prósent frá yfirstandandi ári og verður 9.429 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2021.

Er þetta umtalsvert minni hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 6,1 prósent á landinu öllu.

Þetta kemur fram í nýju fasteignamati Þjóðskrár, en þar hafa um 200 þúsund fasteignir endurmetnar og er þetta eitt stærsta árlega verkefni stofnunarinnar.

Hækkunin mest á Vestfjörðum

Í tilkynningunni segir að heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækki um 2,2 prósent en um 1,9 prósent á landsbyggðinni.

„Þar af er mest hækkun á Vestfjörðum eða 8,2%, um 6,5% á Norðurlandi vestra, 3,5% á Austurlandi og um 2,2% á Suðurlandi, 1,9% á Norðurlandi eystra, um 0,4% á Vesturlandi, og lækkun um 0,5% á Suðurnesjum.

Af einstaka bæjarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest á Ísafirði eða um 11,2%, um 8,8% í í Akrahreppi og 8,5% í Tálknafjarðarhreppi og á Blönduósi. Mest lækkun er í Skorradalshreppi og Sveitarfélaginu Vogum þar sem fasteignamatið lækkar um 3,6%.“

17,8 prósent hækkun í Akrahreppi

Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 2,3 prósent á milli ára og verður alls 6.511 milljarðar króna. Þar af hækkar sérbýli um 2,2% á meðan fjölbýli hækkar um 2,4 prósent.

„Almennt er hækkun á íbúðarmati á höfuðborgarsvæðinu 2,4% en 2,1% á landsbyggðinni.

Fasteignamat íbúða hækkar mest í Akrahreppi en þar hækkar íbúðarmatið um 17,8%, á Ísafirði um 15,5% og í sveitarfélaginu Ölfusi um 15,2%. Mestu lækkanir á íbúðamati eru í sveitarfélaginu Vogum þar sem fasteignamat íbúða lækkar um 5,2%, Í Vopnafjarðarhreppi lækkar matið um 3,6% og í Reykjanesbæ þar sem fasteignamat íbúða lækkar um 3,3%.

Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 1,7% á landinu öllu; um 1,6% á höfuðborgarsvæðinu en um 1,9% á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.