Viðskipti innlent

Starfs­fólk Icelandair taki á sig tíu prósenta launa­skerðingu eða lækki starfs­hlut­fall

Atli Ísleifsson skrifar
Icelandair vinnur nú að því að leggja félaginu til 29 milljarða kórna í nýtt hlutafé.
Icelandair vinnur nú að því að leggja félaginu til 29 milljarða kórna í nýtt hlutafé. Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur boðið starfsfólki félagsins sem er á taxtalaunum að lækka tímabundið starfshlutfall í 90 prósent og öðrum að taka á sig tíu prósenta launalækkun.

Heimildir fréttastofu herma að póstur þessa efnis hafi verið sendur frá yfirmönnum til starfsmanna í morgun, en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Icelandair grípur til þessa aðgerða þar sem félagið geti ekki nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda áfram. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var í fær kom fram að Icelandair hafi fengið mest allra þeirra fyrirtækja sem hafi nýtt sér úrræðið. Nam heildargreiðsla vegna hlutabóta til starfsmanna móðurfélags flugfélagsins, Icelandair Group, 1.116 milljónum króna vegna 3.318 starfsmanna.

Ekki kemur fram um ástæður þess að félagið geti ekki nýtt sér hlutabótaleiðina áfram, en ljóst er að breytingar verði gerðar á leiðinni þar sem kveðið verði á um bann við arðgreiðslur til hluthafa næstu þrjú árin.

Icelandair fyrirhugar hlutafjárútboð í lok næsta mánaðar til að afla allt að 30 milljarða króna í nýju hlutafé.

Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af Boga Nils Bogasyni forstjóra eða Ásdísi Ýr Pétursdóttur upplýsingafulltrúa Icelandair vegna málsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,14
5
38.420
TM
1,35
4
34.324
BRIM
0,25
3
33.222
REITIR
0,18
9
23.212
HAGA
0
1
1.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-5,65
31
7.164
HEIMA
-5,19
1
146
MAREL
-2,12
5
29.157
ARION
-0,9
2
382
SYN
-0,82
6
56.233
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.