Viðskipti innlent

Gjaldþrot frekar en „óhjákvæmileg skuldasöfnun“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi.
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi.

Stjórn ráðgjafafyrirtækisins Capacent óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun,“ eins og segir í tilkynningu frá Halldóri Þorkelssyni, framkvæmdastjóra Capacent, sem send var fjölmiðlum á sjötta tímanum í dag.

Vísir greindi frá því í gærkvöldi að Capacent væri gjaldþrota. Þá náðist ekki í Halldór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og hefur fréttastofa heldur ekki náð tali af honum í dag.

Í tilkynningunni sem hann sendi segir að árið hafi farið vel af stað hjá félaginu en að þær aðstæður sem mynduðust í atvinnulífinu vegna kórónuveirufaraldursins hafi fljótt farið að segja til sín í rekstrinum þar sem tekjur féllu verulega.

„Eftir þrotlausa vinnu síðustu vikur við að bjarga félaginu þar sem starfsmenn lögðust á eitt er staðan því miður sú að rekstrargrundvöllur félagsins er erfiður og erfitt að segja til um hversu hratt verulegur bati verður þar á. Stjórn félagsins hefur af þessum sökum í dag óskað eftir gjaldþrotaskiptum frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun,“ segir í tilkynningu Capacent.

Um fimmtíu manns störfuðu hjá fyrirtækinu sem sinnti meðal annars ráðgjöf varðandi ráðningar og stefnumótun hjá íslenskum fyrirtækjum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
3,27
8
367.951
SYN
2,88
11
21.751
ISB
1,85
115
231.691
HAGA
1,65
17
247.779
REGINN
1,35
8
28.518

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,97
45
27.081
KVIKA
-0,31
31
523.475
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.