Viðskipti innlent

Gjaldþrot frekar en „óhjákvæmileg skuldasöfnun“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi.
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi.

Stjórn ráðgjafafyrirtækisins Capacent óskaði í dag eftir gjaldþrotaskiptum „frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun,“ eins og segir í tilkynningu frá Halldóri Þorkelssyni, framkvæmdastjóra Capacent, sem send var fjölmiðlum á sjötta tímanum í dag.

Vísir greindi frá því í gærkvöldi að Capacent væri gjaldþrota. Þá náðist ekki í Halldór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og hefur fréttastofa heldur ekki náð tali af honum í dag.

Í tilkynningunni sem hann sendi segir að árið hafi farið vel af stað hjá félaginu en að þær aðstæður sem mynduðust í atvinnulífinu vegna kórónuveirufaraldursins hafi fljótt farið að segja til sín í rekstrinum þar sem tekjur féllu verulega.

„Eftir þrotlausa vinnu síðustu vikur við að bjarga félaginu þar sem starfsmenn lögðust á eitt er staðan því miður sú að rekstrargrundvöllur félagsins er erfiður og erfitt að segja til um hversu hratt verulegur bati verður þar á. Stjórn félagsins hefur af þessum sökum í dag óskað eftir gjaldþrotaskiptum frekar en að freista þess að halda áfram rekstri með óhjákvæmilegri skuldasöfnun,“ segir í tilkynningu Capacent.

Um fimmtíu manns störfuðu hjá fyrirtækinu sem sinnti meðal annars ráðgjöf varðandi ráðningar og stefnumótun hjá íslenskum fyrirtækjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.