Sport

Dagskráin í dag - Fyrstu Evrópumeistararnir í eFótbolta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Keppt er í PES á EM.
Keppt er í PES á EM. vísir/getty

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Á Stöð 2 Sport í dag má sjá beina útsendingu frá fyrsta EM í eFótbolta. Sextán þjóðir taka þátt í lokakeppninni sem hófst í gær og lýkur í dag. Þriðji þátturinn úr Leeds United þáttaröðinni Take Us Home er á sínum stað klukkan 20.

Stöð 2 Sport 2

Hin víðfrægu krakkamót á borð við Símamótið og Orkumótið í Vestmannaeyjum eiga sviðsljósið á Sport 2 í dag. Viðeigandi í ljósi þess að nú styttist óðum í að langþráð fótboltasumar hér á landi hefjist.

Stöð 2 Sport 3

Elsta og virtasta bikarkeppni heims verður fyrirferðamikil á Stöð 2 Sport 3 í dag þar sem átta af eftirminnilegustu leikjum síðari ára í keppninni verða rifjaðir upp. 

Stöð 2 eSport

Vodafone-deildin er á sínum stað á eSport í dag en nú er komið að lokaáfanga áskorendamóts Vodafone-deildarinnar, þar sem í ljós kemur hvaða fjögur lið komast á Stórmeistaramót Vodafone-deildarinnar.

Stöð 2 Golf

Upprifjun verður sömuleiðis lykilorðið á Stöð 2 Golf í dag þar sem rifjuð verða upp gömul og góð Masters mót.

Alla dagskrá dagsins má finna á heimasíðu Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×