Golf

Haraldur Franklín í forystu fyrir lokahringinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús
Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús vísir/getty

Haraldur Franklín Magnús hefur forystu fyrir lokahringinn á B59 Hotel-mótinu í golfi sem fram fer á Akranesi um helgina en þetta er fyrsta mót ársins á golfmótaröð GSÍ.

Haraldur lék annan hring á 68 höggum, fjórum höggum undir pari og er því samtals á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn. 

Hákon Örn Magnússon er skammt á eftir Haraldi á samtals átta höggum undir pari eftir að hafa leikið á 69 höggum í dag og ljóst að lokahringurinn, sem fram fer á morgun, verður spennuþrunginn.

Axel Bóasson lék allra kylfinga best í dag; fór hringinn á 66 höggum og er í fjórða sæti ásamt Guðmundi Rúnari Hallgrímssyni á samtals fimm höggum undir pari. Hlynur Bergsson þriðji á samtals sex höggum undir pari.


Tengdar fréttir

Góð forysta Valdísar á heimavelli fyrir lokahringinn

Valdís Þóra Jónsdóttir er með fimm högga forystu á Akranesi þegar tveimur hringjum af þremur er lokið á B59 hótel mótinu en mótið er fyrsta mótið af alls fimm sem eru á stigamótaröð GSÍ tímabilið 2020.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.