Golf

Góð forysta Valdísar á heimavelli fyrir lokahringinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valdís hefur spilað vel á heimavelli um helgina.
Valdís hefur spilað vel á heimavelli um helgina. seth@golf.is

Valdís Þóra Jónsdóttir er með fimm högga forystu á Akranesi þegar tveimur hringjum af þremur er lokið á B59 hótel mótinu en mótið er fyrsta mótið af alls fimm sem eru á stigamótaröð GSÍ tímabilið 2020.

Valdís Þóra spilaði annan hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari. Hún hefur því samanlagt spilað fyrstu tvo hringina á níu högum undir pari og er með fimm högga forskot á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem spilaði á 72 höggum í dag og er á fjórum undir.

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í þriðja sætinu á einu höggi undir pari og er því átta höggum á eftir Valdísi en í fjórða sætinu er Ragnhildur Kristinsdóttir á einu höggi yfir pari.

Heildarstöðuna í kvennaflokki má sjá hér en lokahringurinn fer fram á Akranesi á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.