Viðskipti innlent

Þor­varður ráðinn nýr fram­kvæmda­stjóri Farice

Atli Ísleifsson skrifar
Þorvarður Sveinsson.
Þorvarður Sveinsson. Farice

Þorvarður Sveinsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Farice. Hann tekur við starfinu af Ómari Benediktssyni sem tók við starfinu árinu 2012.

Í tilkynningu frá Farice segir að Þorvarður hafi yfir fimmtán ára reynslu og þekkingu af rekstri og stjórnun, stefnumótun, samningagerð og viðskiptaþróun einkum og sér í lagi í fjarskipta- og upplýsingatækni.

„Hann starfaði frá 2015 hjá Sýn/Vodafone síðast sem rekstrarstjóri félagsins og þar áður sem framkvæmdastjóri Fyrirtækja- og þróunarsviðs.

Þorvarður þekkir vel til rekstrar og þróunar á fjarskiptakerfum þ.m.t. ljósleiðarasæstrengja auk þess að hafa haldgóða þekkingu á starfsemi gagnavera bæði hérlendis og erlendis.

Þorvarður hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja m.a. í Símanum, Mílu og Vodafone í Færeyjum auk þess að hafa setið í stjórnum og/eða unnið með Samtökum upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) og Samtökum gagnavera (DCI) innan Samtaka Iðnaðarins.

Þorvarður lauk Masters prófi í fjarskiptaverkfræði frá Harvard University árið 2003 og B.Sc. í Rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2000.

Þorvarður hefur störf þann 1. maí n.k.,“ segir í tilkynningunni.

Farice ehf á og rekur FARICE-1 sæstrenginn milli Seyðisfjarðar og Skotland með grein til Færeyjar ásamt DANICE sæstrenginn frá Landeyjum á Suðurlandi til Danmerkur. Hjá fyrirtækinu starfa sjö manns. Íslenska ríkið á frá og með 9. apríl 2019 100% hlutafjár í Farice.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×