Tekjur af turni Hallgrímskirkju fara yfir 200 milljónir Heiðar Lind Hansson skrifar 8. september 2016 07:00 Tekur hafa stigmagnast ár frá ári. vísir/grafík/ingó Áætlað er að heimsóknum gesta í Hallgrímskirkjuturn muni fjölga um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Þetta segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, í samtali við Fréttablaðið. Um 200 þúsund gestir kirkjunnar keyptu sér far upp í turninn á síðasta ári sem gaf Hallgrímskirkju tekjur sem námu um 161 milljón króna. Flestir af þeim eru ferðamenn. Haldist hlutfallsleg fjölgun gesta út þetta ár má ætla að turngestir verði yfir 260 þúsund í árslok. Þetta þýðir að tekjur kirkjunnar fara yfir 200 milljónir. Aðgangseyrir að turninum er nú 900 krónur fyrir fullorðna, en 100 krónur fyrir börn 6-16 ára. Jónanna segir að nákvæmar heimsóknartölur fyrir kirkjuna alla séu ekki alveg á hreinu. Í ársbyrjun var nýtt talningartæki tekið í notkun sem enn sé verið að fá reynslu á. Samkvæmt talningum þess hefur daglegur meðalfjöldi gesta í ár verið um 2.500 manns. Jónanna segir hins vegar að reynslan sýni að um fjórðungur gesta kaupi aðgang að turninum. Sé tekið mið af tölum um tekjur af turnheimsóknum í ársreikningum Hallgrímskirkju 2010-2015, sem sjá má í töflunni hér til hliðar, kemur í ljós að heildarfjöldi kirkjugesta muni fara yfir eina milljón á þessu ári. Tekið skal fram að tekjur sem birtast vegna þessa árs eru uppreiknaðar miðað við 30 prósent fjölgun heimsókna frá 2015. Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju, en starfsmenn kirkjunnar sjá um að taka á móti gestum og rukka inn. „Þessi sala gerir það að verkum að við getum haft kirkjuna opna yfir allt árið,“ segir Jónanna en opnunartími kirkjunnar er frá kl. 9-21 frá maí til september, en frá kl. 9-17 yfir vetrarmánuðina. „Það að vera með starfsfólk hér á öllum þessum tímum og þurfa að sinna öllu viðhaldi er kostnaðarsamt. Þetta hús er gríðarlega stórt og þarfnast gríðarlega mikil viðhalds,“ segir hún og bendir á að nú sé unnið að steypuviðgerðum utanhúss upp á 60 milljónir. Þá hvíli á kirkjunni 400 milljóna króna bankalán sem tekið var vegna umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda á kirkjuturninum 2008-2009. Einnig er á döfinni að endurnýja turnlyftuna og kaupa nýjan tæknibúnað sem knýr kirkjuklukkurnar. „Engar þessara viðhaldsframkvæmda væru mögulegar ef ekki kæmu til tekjur af útsýnispalli í turninum,“ segir Jónanna. Hún segir almenna ánægju vera meðal þeirra gesta sem sækja kirkjuna. „Þeir eru mjög ánægðir með heimsóknir í kirkjuna og upp í turninn. Samkvæmt óformlegri könnun sem við gerðum í febrúar og mars kom í ljós að hún stenst þær væntingar sem gestir gera til hennar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Áætlað er að heimsóknum gesta í Hallgrímskirkjuturn muni fjölga um þrjátíu prósent frá því í fyrra. Þetta segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, í samtali við Fréttablaðið. Um 200 þúsund gestir kirkjunnar keyptu sér far upp í turninn á síðasta ári sem gaf Hallgrímskirkju tekjur sem námu um 161 milljón króna. Flestir af þeim eru ferðamenn. Haldist hlutfallsleg fjölgun gesta út þetta ár má ætla að turngestir verði yfir 260 þúsund í árslok. Þetta þýðir að tekjur kirkjunnar fara yfir 200 milljónir. Aðgangseyrir að turninum er nú 900 krónur fyrir fullorðna, en 100 krónur fyrir börn 6-16 ára. Jónanna segir að nákvæmar heimsóknartölur fyrir kirkjuna alla séu ekki alveg á hreinu. Í ársbyrjun var nýtt talningartæki tekið í notkun sem enn sé verið að fá reynslu á. Samkvæmt talningum þess hefur daglegur meðalfjöldi gesta í ár verið um 2.500 manns. Jónanna segir hins vegar að reynslan sýni að um fjórðungur gesta kaupi aðgang að turninum. Sé tekið mið af tölum um tekjur af turnheimsóknum í ársreikningum Hallgrímskirkju 2010-2015, sem sjá má í töflunni hér til hliðar, kemur í ljós að heildarfjöldi kirkjugesta muni fara yfir eina milljón á þessu ári. Tekið skal fram að tekjur sem birtast vegna þessa árs eru uppreiknaðar miðað við 30 prósent fjölgun heimsókna frá 2015. Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju, en starfsmenn kirkjunnar sjá um að taka á móti gestum og rukka inn. „Þessi sala gerir það að verkum að við getum haft kirkjuna opna yfir allt árið,“ segir Jónanna en opnunartími kirkjunnar er frá kl. 9-21 frá maí til september, en frá kl. 9-17 yfir vetrarmánuðina. „Það að vera með starfsfólk hér á öllum þessum tímum og þurfa að sinna öllu viðhaldi er kostnaðarsamt. Þetta hús er gríðarlega stórt og þarfnast gríðarlega mikil viðhalds,“ segir hún og bendir á að nú sé unnið að steypuviðgerðum utanhúss upp á 60 milljónir. Þá hvíli á kirkjunni 400 milljóna króna bankalán sem tekið var vegna umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda á kirkjuturninum 2008-2009. Einnig er á döfinni að endurnýja turnlyftuna og kaupa nýjan tæknibúnað sem knýr kirkjuklukkurnar. „Engar þessara viðhaldsframkvæmda væru mögulegar ef ekki kæmu til tekjur af útsýnispalli í turninum,“ segir Jónanna. Hún segir almenna ánægju vera meðal þeirra gesta sem sækja kirkjuna. „Þeir eru mjög ánægðir með heimsóknir í kirkjuna og upp í turninn. Samkvæmt óformlegri könnun sem við gerðum í febrúar og mars kom í ljós að hún stenst þær væntingar sem gestir gera til hennar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45
Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50