Gríðarlegar afskriftir skulda eignarhaldsfélaga Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar 19. september 2009 18:40 Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. Fyrirbærið eignarhaldsfélag var þjóðinni ekki tamt á tungu í árdaga góðærisins en nú er vart á fréttatíma hlustandi öðruvísi en að slík félög séu títtnefnd og gjarnan vegna hugsanlegra afskrifta á skuldum þeirra. Síðast í gær varð eignarhaldsfélagið Milestone gjaldþrota og líklegt talið að afskrifa þurfi minnst 75 af 80 milljarða króna skuldum félagsins, þar af munu Glitnir og tengdir aðilar eiga hátt í 40 milljarða. Fyrir tíu dögum bárust fregnir af því að Glitnir þyrfti að afskrifa um 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélags í eigu Bjarna Ármannssonar. Eignarhaldsfélagið Langflug sem Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins átti meirihluta í er komið í þrot og þar lenda uppundir 14 milljarðar króna á Íslandsbanka og Landsbanka. Enn einn leikarinn á sviði góðærisins var eignarhaldsfélagið Fons - sem Pálmi Haraldsson átti - óvíst er að einhverjar eignir fáist upp í kröfur þar, en þar á Glitnir kröfu upp á 24 milljarða, Landsbankinn fjóra og Kaupþing 2 milljarða. Og svo mætti lengi telja - en þarna tíndum við til helstu afskriftir bankanna vegna lána til eignarhaldsfélaga sem ratað hafa í fréttir síðastliðinn mánuð. Og samanlagt eru þetta 84,8 milljarðar króna sem bankarnir eru eða talið er víst að þeir þurfi að afskrifa. Það er því vart líklegt til að gleðja nokkurn mann að rýna í tölur Seðlabankans um lán bankanna til eignarhaldsfélaga. Allt til ársins 2005 voru þau svo léttvæg að ekki þótti ástæða til að tilgreina þau sérstaklega. Í apríl 2005 fer Seðlabankinn að skrá þau undir sérlið og þann mánuð voru útistandandi lán bankanna til eignarhaldsfélaga 280 milljarðar króna. Tveimur árum síðar höfðu þau þrefaldast og voru orðin tæplega 850 milljarðar. Einu og hálfu ári síðar, mánuði fyrir bankahrun, voru lán bankanna til eignarhaldsfélaga nærri 1703 milljarðar króna. Það er uppundir þrisvar sinnum meira en bankarnir höfðu lánað landsmönnum til íbúðakaupa með veði í húsnæði. Engar upplýsingar eru fáanlegar hjá Seðlabankanum um hversu mörg eignarhaldsfélög þetta eru - né heldur eru tiltækar upplýsingar um hvaða veð liggja að baki þessum sautján hundruð þúsund milljónum króna sem félögin skulduðu bönkunum fyrir hrun. Fregnir af afskriftum síðustu vikna upp á nærri 85 milljarða króna vekja þó ekki glæstar vonir um árangursríka innheimtu skuldanna hjá eignarhaldsfélögum góðærisins. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. Fyrirbærið eignarhaldsfélag var þjóðinni ekki tamt á tungu í árdaga góðærisins en nú er vart á fréttatíma hlustandi öðruvísi en að slík félög séu títtnefnd og gjarnan vegna hugsanlegra afskrifta á skuldum þeirra. Síðast í gær varð eignarhaldsfélagið Milestone gjaldþrota og líklegt talið að afskrifa þurfi minnst 75 af 80 milljarða króna skuldum félagsins, þar af munu Glitnir og tengdir aðilar eiga hátt í 40 milljarða. Fyrir tíu dögum bárust fregnir af því að Glitnir þyrfti að afskrifa um 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélags í eigu Bjarna Ármannssonar. Eignarhaldsfélagið Langflug sem Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins átti meirihluta í er komið í þrot og þar lenda uppundir 14 milljarðar króna á Íslandsbanka og Landsbanka. Enn einn leikarinn á sviði góðærisins var eignarhaldsfélagið Fons - sem Pálmi Haraldsson átti - óvíst er að einhverjar eignir fáist upp í kröfur þar, en þar á Glitnir kröfu upp á 24 milljarða, Landsbankinn fjóra og Kaupþing 2 milljarða. Og svo mætti lengi telja - en þarna tíndum við til helstu afskriftir bankanna vegna lána til eignarhaldsfélaga sem ratað hafa í fréttir síðastliðinn mánuð. Og samanlagt eru þetta 84,8 milljarðar króna sem bankarnir eru eða talið er víst að þeir þurfi að afskrifa. Það er því vart líklegt til að gleðja nokkurn mann að rýna í tölur Seðlabankans um lán bankanna til eignarhaldsfélaga. Allt til ársins 2005 voru þau svo léttvæg að ekki þótti ástæða til að tilgreina þau sérstaklega. Í apríl 2005 fer Seðlabankinn að skrá þau undir sérlið og þann mánuð voru útistandandi lán bankanna til eignarhaldsfélaga 280 milljarðar króna. Tveimur árum síðar höfðu þau þrefaldast og voru orðin tæplega 850 milljarðar. Einu og hálfu ári síðar, mánuði fyrir bankahrun, voru lán bankanna til eignarhaldsfélaga nærri 1703 milljarðar króna. Það er uppundir þrisvar sinnum meira en bankarnir höfðu lánað landsmönnum til íbúðakaupa með veði í húsnæði. Engar upplýsingar eru fáanlegar hjá Seðlabankanum um hversu mörg eignarhaldsfélög þetta eru - né heldur eru tiltækar upplýsingar um hvaða veð liggja að baki þessum sautján hundruð þúsund milljónum króna sem félögin skulduðu bönkunum fyrir hrun. Fregnir af afskriftum síðustu vikna upp á nærri 85 milljarða króna vekja þó ekki glæstar vonir um árangursríka innheimtu skuldanna hjá eignarhaldsfélögum góðærisins.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira