Utanboxhugsun fyrir ferðamenn Stjórnarmaðurinn skrifar 27. maí 2015 07:00 Árið 2015 verður tímamótaár í Íslandssögunni. Fjöldi ferðamanna fer í fyrsta skipti yfir eina milljón. Eðlilegt er að þessum áður óþekkta heimsóknarfjölda fylgi nýjar áskoranir. Huga þarf að hvernig vernda á náttúruperlur fyrir átroðningi, rétt eins og tryggja verður að infrastrúktúr landsins beri álagið. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn nýta sér ekki innanlandsflug. Er því ekki kominn tími til að dusta rykið af kostnaðargreiningum sem gerðar voru á léttlestarkerfi frá Keflavík til Reykjavíkur? Ljóst er að forsendur eru breyttar síðan þá, ferðamannafjöldinn hefur margfaldast. Sennilega eru meiri þægindi og nýtileiki fólgin í góðum samgöngum milli Keflavíkur og höfuðborgarinnar en innlandsflugvelli í miðborginni. Hvað sem líður harmakveini landsbyggðarþingmanna og annarra sem telja alla nema Reykvíkinga mega berjast fyrir hagsmunum nærumhverfisins. Þessi nýi raunveruleiki snýr ekki bara að framtíðardraumum um léttlestarkerfi, heldur nánast öllu sem tengist ferðamannaiðnaðinum. Stjórnarmaðurinn hnaut um umkvartanir formanna Neytendasamtakanna og Félags leiðsögumanna varðandi verðlag á ferðamannastöðvum. Mátti lesa milli línanna að þeir teldu aðgerða þörf ef ekki ætti illa að fara og ferðamenn hreinlega fælast frá vegna verðlags. Stjórnarmaðurinn deilir ekki þessum áhyggjum, enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur túrisma að verðlag fari hækkandi. Túristinn sjálfur verður svo að taka ákvörðun um hvort hann fellur í gildruna. Formaður félags leiðsögumanna gerði að umtalsefni verðmun á bolum merktum Bláa lóninu annars vegar, og Hellisheiðarvirkjun hins vegar. Sá fyrrnefndi kostaði tæpar fimm þúsund krónur, en sá seinni fimmtán hundruð. Ekki væri sjáanlegur gæðamunur á bolunum tveimur. Stjórnarmaðurinn er ekki sammála formanninum. Bláa lóninu hefur tekist vel til í markaðssetningu og búið til vörumerki sem þekkt er víða um heim. Þótt Hellisheiðarvirkjun sé ágæt verður seint sagt að hún teljist til vinsælli ferðamannastaða landsins. Þar liggur verðmunurinn. Stjórnarmaðurinn er hins vegar sammála undirtóninum í orðum formanns félags leiðsögumanna, þ.e.a.s. við getum ekki tekið þessum ferðamannafjölda sem sjálfsögðum hlut og verðum að vanda til verka ef íslenska ferðamannavorið á að verða að sumri. Þar bera allir ábyrgð. Kaupmenn, leiðsögumenn og aðrir, en síðast en ekki síst stjórnvöld, sem þurfa að huga að infrastrúktúr í landi sem þarf að þola áður óþekktan átroðning. Þar þarf að hugsa út fyrir boxið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Árið 2015 verður tímamótaár í Íslandssögunni. Fjöldi ferðamanna fer í fyrsta skipti yfir eina milljón. Eðlilegt er að þessum áður óþekkta heimsóknarfjölda fylgi nýjar áskoranir. Huga þarf að hvernig vernda á náttúruperlur fyrir átroðningi, rétt eins og tryggja verður að infrastrúktúr landsins beri álagið. Það er staðreynd að erlendir ferðamenn nýta sér ekki innanlandsflug. Er því ekki kominn tími til að dusta rykið af kostnaðargreiningum sem gerðar voru á léttlestarkerfi frá Keflavík til Reykjavíkur? Ljóst er að forsendur eru breyttar síðan þá, ferðamannafjöldinn hefur margfaldast. Sennilega eru meiri þægindi og nýtileiki fólgin í góðum samgöngum milli Keflavíkur og höfuðborgarinnar en innlandsflugvelli í miðborginni. Hvað sem líður harmakveini landsbyggðarþingmanna og annarra sem telja alla nema Reykvíkinga mega berjast fyrir hagsmunum nærumhverfisins. Þessi nýi raunveruleiki snýr ekki bara að framtíðardraumum um léttlestarkerfi, heldur nánast öllu sem tengist ferðamannaiðnaðinum. Stjórnarmaðurinn hnaut um umkvartanir formanna Neytendasamtakanna og Félags leiðsögumanna varðandi verðlag á ferðamannastöðvum. Mátti lesa milli línanna að þeir teldu aðgerða þörf ef ekki ætti illa að fara og ferðamenn hreinlega fælast frá vegna verðlags. Stjórnarmaðurinn deilir ekki þessum áhyggjum, enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur túrisma að verðlag fari hækkandi. Túristinn sjálfur verður svo að taka ákvörðun um hvort hann fellur í gildruna. Formaður félags leiðsögumanna gerði að umtalsefni verðmun á bolum merktum Bláa lóninu annars vegar, og Hellisheiðarvirkjun hins vegar. Sá fyrrnefndi kostaði tæpar fimm þúsund krónur, en sá seinni fimmtán hundruð. Ekki væri sjáanlegur gæðamunur á bolunum tveimur. Stjórnarmaðurinn er ekki sammála formanninum. Bláa lóninu hefur tekist vel til í markaðssetningu og búið til vörumerki sem þekkt er víða um heim. Þótt Hellisheiðarvirkjun sé ágæt verður seint sagt að hún teljist til vinsælli ferðamannastaða landsins. Þar liggur verðmunurinn. Stjórnarmaðurinn er hins vegar sammála undirtóninum í orðum formanns félags leiðsögumanna, þ.e.a.s. við getum ekki tekið þessum ferðamannafjölda sem sjálfsögðum hlut og verðum að vanda til verka ef íslenska ferðamannavorið á að verða að sumri. Þar bera allir ábyrgð. Kaupmenn, leiðsögumenn og aðrir, en síðast en ekki síst stjórnvöld, sem þurfa að huga að infrastrúktúr í landi sem þarf að þola áður óþekktan átroðning. Þar þarf að hugsa út fyrir boxið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira