Að komast í rútínu á ný eftir páskafrí Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2020 07:00 Fyrsta vinnuvikan er oft erfið eftir góð frí. Að komast aftur í rútínu eftir frí er oft hægara sagt en gert. Svefninn er í algjöru rugli. Garnirnar gaula sem aldrei fyrr. Einbeitingin er erfið og þú veist ekki á hverju þú átt að byrja eða hvað þú ætlar að gera næst. Já, þótt flestir hafi ferðast innanhús þessa páskana er líklegt að páskarnir þetta árið eigi eitt sameiginlegt við hefðbundin páskafrí: Það er erfitt að komast í rútínuna á ný. Hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað til. 1. Verum þakklát Það fyrsta er að vera þakklát fyrir það að hafa vinnu. Því miður eru ekki allir svo heppnir. Þessi hugsun ein og sér, ætti að hjálpa mörgum að komast í réttan gír fyrir komandi vinnuviku. Hér eru góð ráð til að ná tökum á fjarvinnu. 2. Verkefnalistinn Forgangsraðaðu verkefnunum þínum þannig að þú gleymir þér í verkefnum. Með því að vinna í einhverju sem þér finnst skemmtilegt er líklegra að þú haldir einbeitingunni og tíminn líður hratt. Hér eru góð ráð til að búa til verkefnalista. 3. Haltu þér vel vakandi Að fara snemma að sofa í kvöld er eitt stærsta markmið dagsins. Mundu eftir vatninu og að borða ekki þungan mat sem gerir þig syfjaðan. Hér eru góð ráð til að halda okkur betur vakandi yfir vinnudaginn. 4. Vertu virkur í samskiptum við samstarfsfélaga Það getur keyrt okkur betur í gang að vera virkur í samskiptum við samstarfsfélaga. Fólk í fjarvinnu ætti að vera komið upp á lagið með einhvers konar samskipti, Teams, Zoom, Messenger, Facebook-hópsíður. Taktu þátt! Hér eru algeng mistök á fjarfundum. 5. Ákveddu strax að gera eitthvað skemmtilegt Þetta er ágætis ráð og þarf ekki að vera flókið. Sumir gætu tengt þetta við góða hreyfingu eða útivist. Aðrir að elda góðan hollusturétt í kvöld eða að gúggla einhverja nýja uppskrift. Að gera eitthvað skemmtilegt getur spannað frá fimm mínútum og uppúr. Notaðu hugmyndarflugið! Hér er hugmynd að virkni-bingó sem fjölskyldan getur gert saman. 6. Komdu skikki á heimilið Það eru fleiri en þú sem þurfa að koma sér í rútínu. Sum börn byrja í skóla strax í dag, önnur í fyrramálið. Öll dagskrá heimilisins þarf að komast í réttar skorður, þar með talið hefðbundnir matmálstímar, að hreinsa uppúr þvottakörfunni, kaupa nesti og sjá til þess að eitthvað fleira en leifar af páskaeggjum sé til í ísskápnum. Hverjir ætla að gera hvað? Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem eru heima í fjarvinnu með börnin heima líka. 7. Nýttu þér letina til góðs Viðurkenndu fyrir sjálfum þér að hugurinn er ekki alveg komin á fulla ferð og nýttu þér letitilfinninguna. Til dæmis gæti verið ágætt að gera sér markmiðalista fyrir komandi daga og vikur því jú, það blasa svo sannarlega við nýjar áskoranir í vinnunni. Hér er ágætis lesning um hvernig leti getur nýst vel í vinnu. 8. Farðu snemma að sofa Að koma svefninum í rútínu er eitt mikilvægasta verkefni vikunnar. Að ákveða hvenær maður ætlar að fara að sofa, er mjög gott ráð en virkar þó aðeins ef við það er staðið. Fyrir andlega- og líkamlega heilsu er svefn lykilatriði en svefn er líka mikilvægur fyrir atvinnulífið, sjá Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði. Góðu ráðin Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Að komast aftur í rútínu eftir frí er oft hægara sagt en gert. Svefninn er í algjöru rugli. Garnirnar gaula sem aldrei fyrr. Einbeitingin er erfið og þú veist ekki á hverju þú átt að byrja eða hvað þú ætlar að gera næst. Já, þótt flestir hafi ferðast innanhús þessa páskana er líklegt að páskarnir þetta árið eigi eitt sameiginlegt við hefðbundin páskafrí: Það er erfitt að komast í rútínuna á ný. Hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað til. 1. Verum þakklát Það fyrsta er að vera þakklát fyrir það að hafa vinnu. Því miður eru ekki allir svo heppnir. Þessi hugsun ein og sér, ætti að hjálpa mörgum að komast í réttan gír fyrir komandi vinnuviku. Hér eru góð ráð til að ná tökum á fjarvinnu. 2. Verkefnalistinn Forgangsraðaðu verkefnunum þínum þannig að þú gleymir þér í verkefnum. Með því að vinna í einhverju sem þér finnst skemmtilegt er líklegra að þú haldir einbeitingunni og tíminn líður hratt. Hér eru góð ráð til að búa til verkefnalista. 3. Haltu þér vel vakandi Að fara snemma að sofa í kvöld er eitt stærsta markmið dagsins. Mundu eftir vatninu og að borða ekki þungan mat sem gerir þig syfjaðan. Hér eru góð ráð til að halda okkur betur vakandi yfir vinnudaginn. 4. Vertu virkur í samskiptum við samstarfsfélaga Það getur keyrt okkur betur í gang að vera virkur í samskiptum við samstarfsfélaga. Fólk í fjarvinnu ætti að vera komið upp á lagið með einhvers konar samskipti, Teams, Zoom, Messenger, Facebook-hópsíður. Taktu þátt! Hér eru algeng mistök á fjarfundum. 5. Ákveddu strax að gera eitthvað skemmtilegt Þetta er ágætis ráð og þarf ekki að vera flókið. Sumir gætu tengt þetta við góða hreyfingu eða útivist. Aðrir að elda góðan hollusturétt í kvöld eða að gúggla einhverja nýja uppskrift. Að gera eitthvað skemmtilegt getur spannað frá fimm mínútum og uppúr. Notaðu hugmyndarflugið! Hér er hugmynd að virkni-bingó sem fjölskyldan getur gert saman. 6. Komdu skikki á heimilið Það eru fleiri en þú sem þurfa að koma sér í rútínu. Sum börn byrja í skóla strax í dag, önnur í fyrramálið. Öll dagskrá heimilisins þarf að komast í réttar skorður, þar með talið hefðbundnir matmálstímar, að hreinsa uppúr þvottakörfunni, kaupa nesti og sjá til þess að eitthvað fleira en leifar af páskaeggjum sé til í ísskápnum. Hverjir ætla að gera hvað? Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem eru heima í fjarvinnu með börnin heima líka. 7. Nýttu þér letina til góðs Viðurkenndu fyrir sjálfum þér að hugurinn er ekki alveg komin á fulla ferð og nýttu þér letitilfinninguna. Til dæmis gæti verið ágætt að gera sér markmiðalista fyrir komandi daga og vikur því jú, það blasa svo sannarlega við nýjar áskoranir í vinnunni. Hér er ágætis lesning um hvernig leti getur nýst vel í vinnu. 8. Farðu snemma að sofa Að koma svefninum í rútínu er eitt mikilvægasta verkefni vikunnar. Að ákveða hvenær maður ætlar að fara að sofa, er mjög gott ráð en virkar þó aðeins ef við það er staðið. Fyrir andlega- og líkamlega heilsu er svefn lykilatriði en svefn er líka mikilvægur fyrir atvinnulífið, sjá Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði.
Góðu ráðin Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira