Opna fyrstu sérverslun sína í sögufrægu húsi í Hafnarstræti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2020 11:55 Bioeffect kemur í stað Rammagerðarinnar í Hafnarstræti. ORF líftækni opnar í dag fyrstu Bioeffect sérverslun sína á Íslandi við Hafnarstræti 19. Verslunin er staðsett í húsinu sem áður hýsti Rammagerðina en það var reist árið 1925. Verslunin verður rekin í samvinnu við danska aðila sem sagðir eru hafa mikla þekkingu á smávöruverslun í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Hafnarstræti 19 var nýlega gert upp í sinni upprunalegu mynd. Það er bogalagað í austurátt og minnir á „Straujárnið“ í New York. Verslunin er hönnuð af arkitektastofunni Basalt. Ylplast er notað bæði í innréttingar og lýsingu en um er að ræða sama efni og notað er í gróðurhús. „Er það vísun til gróðurhúss ORF Líftækni í Grindavík þar sem byggið er ræktað sem notað er í vörur BIOEFFECT,“ segir í tilkynningu frá ORF. Dr. Björn Örvar, einn stofnenda ORF líftækni og vísindamaðurinn á bak við húðvörumerkið, segir verslunina vonandi þá fyrstu af mörgum sé horft til lengri tíma inn í framtíðina og út fyrir landsteinana. Innan úr versluninni. Í versluninni verður hægt að fá húðmælingu og almenn ráð varðandi umhirðu húðarinnar segir Elísabet Austmann, framkvæmdastjóri markaðssviðs. Þrettán ólíkar vörur eru í vörulínu Bioeffect sem fá flokka í undirstöðu, uppbyggingu og umhirðu. Undirstöðuvörurnar eru hannaðar fyrir daglega húðumhirðu til notkunar á hverjum degi og uppbyggingarvörurnar eru hins vegar ætlaðar til að taka húðina í gegn nokkrum sinnum á ári. Að lokum eru það umhirðuvörurnar sem undirbúa húðina fyrir EGF sem er aðalinnihaldsefni vara BIOEFFECT. ORF líftækni sem stofnað var árið 2001 framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í Bioeffect húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er í tilkynningunni sögð afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Hjá ORF líftækni starfa nú um 70 manns. Neytendur Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
ORF líftækni opnar í dag fyrstu Bioeffect sérverslun sína á Íslandi við Hafnarstræti 19. Verslunin er staðsett í húsinu sem áður hýsti Rammagerðina en það var reist árið 1925. Verslunin verður rekin í samvinnu við danska aðila sem sagðir eru hafa mikla þekkingu á smávöruverslun í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Hafnarstræti 19 var nýlega gert upp í sinni upprunalegu mynd. Það er bogalagað í austurátt og minnir á „Straujárnið“ í New York. Verslunin er hönnuð af arkitektastofunni Basalt. Ylplast er notað bæði í innréttingar og lýsingu en um er að ræða sama efni og notað er í gróðurhús. „Er það vísun til gróðurhúss ORF Líftækni í Grindavík þar sem byggið er ræktað sem notað er í vörur BIOEFFECT,“ segir í tilkynningu frá ORF. Dr. Björn Örvar, einn stofnenda ORF líftækni og vísindamaðurinn á bak við húðvörumerkið, segir verslunina vonandi þá fyrstu af mörgum sé horft til lengri tíma inn í framtíðina og út fyrir landsteinana. Innan úr versluninni. Í versluninni verður hægt að fá húðmælingu og almenn ráð varðandi umhirðu húðarinnar segir Elísabet Austmann, framkvæmdastjóri markaðssviðs. Þrettán ólíkar vörur eru í vörulínu Bioeffect sem fá flokka í undirstöðu, uppbyggingu og umhirðu. Undirstöðuvörurnar eru hannaðar fyrir daglega húðumhirðu til notkunar á hverjum degi og uppbyggingarvörurnar eru hins vegar ætlaðar til að taka húðina í gegn nokkrum sinnum á ári. Að lokum eru það umhirðuvörurnar sem undirbúa húðina fyrir EGF sem er aðalinnihaldsefni vara BIOEFFECT. ORF líftækni sem stofnað var árið 2001 framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í Bioeffect húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er í tilkynningunni sögð afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Hjá ORF líftækni starfa nú um 70 manns.
Neytendur Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira