Viðskipti innlent

Gerðu raf­orku­kaupa­samninga við eþíópíska ríkið sem hlaupa á hundruðum milljarða

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Þóroddsson (til vinstri) er stjórnarformaður Reykjavík Geothermal.
Guðmundur Þóroddsson (til vinstri) er stjórnarformaður Reykjavík Geothermal. Reykjavík Geothermal

Jarðvarmafyrirtækið Reykjavik Geothermal og samstarfsaðilar hafa gert raforkukaupasamninga við eþíópíska ríkið sem hlaupa á hundruðum milljarða króna.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun. Í fréttinni segir að um sé að ræða tvær 150 megawatta virkjanir, Corbetti og Tulu Moye, og kostar hvor um sig um 600 milljónir dollara, eða rúmlega 86 milljarða króna. Orkukaupasamningurinn fyrir Tulu Moye hljóðar upp á 800 milljónir dollara, eða rúmlega 115 milljarða króna.

Hlutur Reykjavík Geothermal í þeim verkefnum sem um ræðir er um 40 prósent að meðaltali, eða 49 prósent í Tulu Moye og 30 prósent í Corbetti.

Guðmundur Þóroddsson, stjórnarformaður Reykjavík Geothermal, kveðst gera ráð fyrir að virkjanirnar verði komnar í fulla notkun árið 2025 eða 2026 og munu þær tryggja Eþíópíumönnum grunnafl. Mikið sé treyst á vatnsafl á svæðinu, sem sé bæði árstíðabundið og ótryggt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
3,82
11
225.684
SYN
3,65
9
11.564
ARION
1,51
50
1.351.374
EIM
1,49
5
611
KVIKA
1,43
3
32.124

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-8,33
78
16.099
SIMINN
-4,19
19
295.432
FESTI
-2,31
9
51.897
EIK
-1,66
5
23.047
SJOVA
-1,45
12
46.997
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.