Viðskipti innlent

Bjarni skipar þrjá í fjár­mála­stöðug­leika­nefnd

Atli Ísleifsson skrifar
Seðlabankinn
Seðlabankinn Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað þau Axel Hall, Bryndísi Ásbjarnardóttur og Guðmund Kristján Tómasson í fjármálastöðugleikanefnd sem tekur til starfa á þessu ári í samræmi við ný lög um Seðlabanka Íslands.

Ráðherra skipar þrjá sérfræðinga en ásamt þeim eiga þrír varaseðlabankastjórar sæti í nefndinni auk seðlabankastjóra sem er formaður.

„Verkefni fjármálastöðugleikanefndar eru talin upp í 13. grein laga um Seðlabankann. Þar segir m.a. að verkefni nefndarinnar séu að leggja mat á ástand og horfur í fjármálakerfinu, fjalla um og skilgreina nauðsynlegar aðgerðir og samþykkja stjórnvaldsfyrirmæli. Nefndarmenn eru skipaðir til fimm ára og skal nefndin funda að minnsta kosti fjórum sinnum á ár,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
9,25
90
30.249
ICESEA
3,82
20
117.821
HAGA
1,02
3
49.494
ARION
1,02
3
43.256
REGINN
0,88
5
139.362

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-3,8
25
300.117
TM
-2,79
4
34.587
BRIM
-1,23
5
41.334
EIM
0
1
158
SYN
0
3
28.655
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.