Aukið traust á aðgerðir stjórnvalda á heimsvísu Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. apríl 2020 11:45 Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, sviðstjóri fjármálaráðgjafar hjá Deloitte. „Fleiri telja nú að stjórnvöld búi yfir nægjanlegum hagstjórnartækjum til að draga úr áhrifum COVID-19 en þegar Deloitte spurði þeirrar spurningar fyrst,“ segir Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, sviðstjóri fjármálaráðgjafar hjá Deloitte. Lovísa vísar þar til niðurstaðna úr vikulegri könnun sem Deloitte Economics hefur framkvæmt á heimsvísu frá 12.mars síðastliðnum. „Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart en á undanförnum viknum hafa stjórnvöld um allan heim tilkynnt umfangsmikla aðgerðarpakka þar sem ríkisútgjöld og stjórntæki seðlabanka eru nýtt til að styðja við atvinnulífið,“ segir Lovísa. Könnun Deloitte Economics nær til um tvö til þrjú þúsund svarenda um allan heim. Þrjár spurningar hafa verið lagðar fyrir hópinn vikulega í einn mánuð og má sjá á samanburði á milli vikna að aðeins dregur úr svartsýni. Þannig höfðu 76% svarenda sagt í síðustu viku að þeir teldu að hagkerfi síns heimalands myndi ekki taka við sér fyrr en á fjórða ársfjórðungi 2020 eða síðar. Í niðurstöðum fyrir sömu spurningu 2.apríl síðastliðinn, lækkaði þetta hlutfall í 69%. „Útbreiðsla vírussins og þær aðgerðir sem stjórnvöld um allan heim hafa þurft að grípa til að hefta útbreiðsluna hafa óhjákvæmilega haft veruleg áhrif á hagkerfi heimsins. Í dag er mikil óvissa um hversu umfangsmikil áhrifin eru og ekki síður hve lengi þau muni vara,“ segir Lovísa og bætir við „Í gær var niðurstaðan örlítið bjartari en í síðustu viku og verður áhugavert að sjá hvort þessi þróun haldi áfram og sé þá eitthvað að ganga til baka. Í niðurstöðum má þó sjá að fleiri telja nú en áður að áhrifin verði langvinn. Á meðfylgjandi myndum má sjá sundurliðun svara fyrir hverja viku frá 12.mars síðastliðnum. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
„Fleiri telja nú að stjórnvöld búi yfir nægjanlegum hagstjórnartækjum til að draga úr áhrifum COVID-19 en þegar Deloitte spurði þeirrar spurningar fyrst,“ segir Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, sviðstjóri fjármálaráðgjafar hjá Deloitte. Lovísa vísar þar til niðurstaðna úr vikulegri könnun sem Deloitte Economics hefur framkvæmt á heimsvísu frá 12.mars síðastliðnum. „Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart en á undanförnum viknum hafa stjórnvöld um allan heim tilkynnt umfangsmikla aðgerðarpakka þar sem ríkisútgjöld og stjórntæki seðlabanka eru nýtt til að styðja við atvinnulífið,“ segir Lovísa. Könnun Deloitte Economics nær til um tvö til þrjú þúsund svarenda um allan heim. Þrjár spurningar hafa verið lagðar fyrir hópinn vikulega í einn mánuð og má sjá á samanburði á milli vikna að aðeins dregur úr svartsýni. Þannig höfðu 76% svarenda sagt í síðustu viku að þeir teldu að hagkerfi síns heimalands myndi ekki taka við sér fyrr en á fjórða ársfjórðungi 2020 eða síðar. Í niðurstöðum fyrir sömu spurningu 2.apríl síðastliðinn, lækkaði þetta hlutfall í 69%. „Útbreiðsla vírussins og þær aðgerðir sem stjórnvöld um allan heim hafa þurft að grípa til að hefta útbreiðsluna hafa óhjákvæmilega haft veruleg áhrif á hagkerfi heimsins. Í dag er mikil óvissa um hversu umfangsmikil áhrifin eru og ekki síður hve lengi þau muni vara,“ segir Lovísa og bætir við „Í gær var niðurstaðan örlítið bjartari en í síðustu viku og verður áhugavert að sjá hvort þessi þróun haldi áfram og sé þá eitthvað að ganga til baka. Í niðurstöðum má þó sjá að fleiri telja nú en áður að áhrifin verði langvinn. Á meðfylgjandi myndum má sjá sundurliðun svara fyrir hverja viku frá 12.mars síðastliðnum.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira