Handbolti

Íslensku stelpurnar í 15. sæti á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Íslensku stelpurnar ganga inn á völlinn í gær.
Íslensku stelpurnar ganga inn á völlinn í gær. Mynd/Ole Nielsen

Ísland varð í fimmtánda sæti á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem nú stendur yfir í Noregi og Danmörku.

Tólf lið af sextán komust í milliriðla en Ísland varð í neðsta sæti B-riðils eftir þrjá tapleiki.

Ísland, Slóvenía og Serbía töpuðu öllum sínum leikjum í riðlakeppninni en Ísland var með betra markahlutfall en Slóvenía í sínum þremur leikjum.

Þýskaland sat svo eftir í C-riðli þrátt fyrir að hafa unnið einn leik og er því í þrettánda sæti.

Milliriðlakeppnin hefst í dag með þremur leikjum í Lillehammer í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×