M&C Saatchi stolt af því að hafa orðið fyrir valinu Andri Eysteinsson skrifar 13. maí 2020 21:51 Teymi auglýsingastofunnar í New York skálaði fyrir því að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar herferðar. M&C Saatchi Auglýsingastofan M&C Saatchi er stolt að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni. Íslenskar auglýsingastofur hafa gagnrýnt þá ákvörðun að eitt stærsta verkefni á íslenskum markaði falli í skaut breskrar auglýsingastofu. Íslandsstofa mun verja 300 milljónum króna í auglýsingaherferðina sem M&C Saatchi og íslenska auglýsingastofan Peel munu vinna. Ríkið mun alls verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „M&C Saatchi lýsir yfir mikilli ánægju með að fá að vinna að þessari herferð til að markaðssetja það dásamlega land sem Ísland er. Við undirbúninginn söfnuðum við saman okkar besta fólki frá fjölmörgum löndum, sérfræðinga á ólíkum sviðum. Því meira sem við unnum að tillögu okkar að herferðinni þeim mun sannfærðari urðum við um eftirfarandi: Í fyrsta lagi hversu einstakt og magnað landið sem þið eigið er og í öðru lagi hversu mikil forréttindi það eru að fá að taka þátt í að koma ferðaþjónustunni aftur á réttan kjöl til að styðja við alla Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Þá svarar stofan einnig frétt Morgunblaðsins sem greindi í morgun frá rannsókn á fjárhagslegum málefnum eignarhaldsfélagsins sem stofan tilheyrir. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „Það var aldrei ætlan okkar að leyna neinu hvað þetta varðar. Fjallað hefur verið um þetta mál nokkuð ítarlega í breskum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Um er að ræða gamalt mál sem tengist eingöngu málefnum eignarhaldsfélagsins og ferlum þess við upplýsingagjöf sem skráð félag. Mikilvægt er að fram komi að félagið upplýsti um það að eigin frumkvæði. Í kjölfarið hefur umrætt vinnulag verið endurskoðað og nýr fjármálastjóri og algjörlega nýtt fjármálateymi hafa tekið við hjá eignarhaldsfélaginu. Enginn þeirra sem ábyrgð báru starfa þar lengur. Málið hefur jafnframt engin áhrif haft á þau dótturfélög M&C Saatchi Group sem unnu að sigurtillögunni að komandi markaðsherferð íslenskrar ferðaþjónustu. Ekkert þessara dótturfyrirtækja og eða einstaklingar innan þeirra tengdust málinu sem fjallað er um í umræddri frétt Morgunblaðsins,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að stofan hafi áður unnið að sambærilegum verkefnum með stjórnvöldum annarra landa, til dæmis Nýja Sjálandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira
Auglýsingastofan M&C Saatchi er stolt að hafa orðið fyrir valinu í útboði vegna nýrrar markaðsherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofunni. Íslenskar auglýsingastofur hafa gagnrýnt þá ákvörðun að eitt stærsta verkefni á íslenskum markaði falli í skaut breskrar auglýsingastofu. Íslandsstofa mun verja 300 milljónum króna í auglýsingaherferðina sem M&C Saatchi og íslenska auglýsingastofan Peel munu vinna. Ríkið mun alls verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „M&C Saatchi lýsir yfir mikilli ánægju með að fá að vinna að þessari herferð til að markaðssetja það dásamlega land sem Ísland er. Við undirbúninginn söfnuðum við saman okkar besta fólki frá fjölmörgum löndum, sérfræðinga á ólíkum sviðum. Því meira sem við unnum að tillögu okkar að herferðinni þeim mun sannfærðari urðum við um eftirfarandi: Í fyrsta lagi hversu einstakt og magnað landið sem þið eigið er og í öðru lagi hversu mikil forréttindi það eru að fá að taka þátt í að koma ferðaþjónustunni aftur á réttan kjöl til að styðja við alla Íslendinga,“ segir í tilkynningunni. Þá svarar stofan einnig frétt Morgunblaðsins sem greindi í morgun frá rannsókn á fjárhagslegum málefnum eignarhaldsfélagsins sem stofan tilheyrir. Ríkið mun verja einum og hálfum milljarði í verkefnið sem ber heitið Ísland – saman í sókn. „Það var aldrei ætlan okkar að leyna neinu hvað þetta varðar. Fjallað hefur verið um þetta mál nokkuð ítarlega í breskum og alþjóðlegum fjölmiðlum. Um er að ræða gamalt mál sem tengist eingöngu málefnum eignarhaldsfélagsins og ferlum þess við upplýsingagjöf sem skráð félag. Mikilvægt er að fram komi að félagið upplýsti um það að eigin frumkvæði. Í kjölfarið hefur umrætt vinnulag verið endurskoðað og nýr fjármálastjóri og algjörlega nýtt fjármálateymi hafa tekið við hjá eignarhaldsfélaginu. Enginn þeirra sem ábyrgð báru starfa þar lengur. Málið hefur jafnframt engin áhrif haft á þau dótturfélög M&C Saatchi Group sem unnu að sigurtillögunni að komandi markaðsherferð íslenskrar ferðaþjónustu. Ekkert þessara dótturfyrirtækja og eða einstaklingar innan þeirra tengdust málinu sem fjallað er um í umræddri frétt Morgunblaðsins,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að stofan hafi áður unnið að sambærilegum verkefnum með stjórnvöldum annarra landa, til dæmis Nýja Sjálandi, Bretlandi, Ástralíu og Bandaríkjunum.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Sjá meira