Ekki stætt á að láta pólitík ráða för í Grímsstaðamálinu 20. september 2011 09:52 Róbert Spanó. Innanríkisráðherra er ekki stætt á því að láta pólitík ráða ferðinni þegar hann tekur ákvarðanir um það hvort veitt yrði leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Hann verður að láta lögfræðileg sjónarmið ráða för. Þetta er mat prófessors og forseta lagadeildar Háskóla Íslands, Róberts Spanó, í grein sem ber forskriftina „Um Grímsstaði og vald ráðherra". Róbert gerir deiluna um Grímsstaði að umtalsefni og lög um eignarétt og afnotarétt frá árinu 1966. Í greininni, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, skrifar Róbert: „Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar[.]" Hann segir ráðherra, eins og forseta æðstu handhafa framkvæmdarvaldsins, skylt að framkvæma þau lög sem Alþingi setur. Þannig mega pólitískar áherslur eða hugsjónir ráðherrans ekki hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Málið er inn á borði innanríkisráðherra, sem er Ögmundur Jónasson. Mikið hefur verið rætt um fjárfestingu Huang Nubos á Grímsstöðum og hvort það sé forsvaranlegt að veita honum undanþágu til þess að kaupa jörðina. Málefnið er umdeilt og sitt sýnist hverjum. Róbert skrifar í grein sinni að ráðherra verði að svara mikilvægum spurningum þegar útlendingur utan EES-svæðisins vilji kaupa fasteign hér á landi. Þannig skrifar Róbert: „Hvaða ályktanir um beitingu heimildar ráðherra verða dregnar af ákvæðum laganna frá 1966 og þeim markmiðum og meginreglum sem að baki þeim búa? Hvaða málefnalegu sjónarmið má ráðherra draga inn í mat sitt í ljósi sögulegs aðdraganda og uppbyggingar laganna? Hvaða þýðingu hefur grundvallarregla stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar í því sambandi? Hvernig hefur áður á grundvelli sömu laga verið leyst úr beiðnum útlendinga utan EES-svæðisins um kaup á fasteignum hér á landi? Hvaða þýðingu hafa þær afgreiðslur ráðherra í ljósi jafnræðisreglu?" Róbert segir að það þurfi að taka lögfræðilega afstöðu til þessara spurninga, ekki pólitískrar. Og hann bætir við: „Það myndi því stoða lítt fyrir ráðherra að glugga t.d. í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar eða tiltekins stjórnmálaflokks þegar hann undirbýr ákvörðun sína." Hann lýkur svo grein sinni á eftirfarandi orðum: „Þá geta nýjustu skoðanakannanir um afstöðu fólksins í landinu ekki heldur skipt neinu máli eins og lögunum frá 1966 er háttað. Horfi ráðherra til slíkra sjónarmiða við mat sitt á hann því á hættu að blanda eigin pólitík saman við skyldur sínar sem stjórnvaldshafa. Ákvörðun hans kann þá að vera dæmd ólögmæt ef á hana reynir fyrir dómi." Hægt er að lesa greinina í viðhengi hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Um Grímsstaði og vald ráðherra Að undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. 20. september 2011 00:01 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Innanríkisráðherra er ekki stætt á því að láta pólitík ráða ferðinni þegar hann tekur ákvarðanir um það hvort veitt yrði leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Hann verður að láta lögfræðileg sjónarmið ráða för. Þetta er mat prófessors og forseta lagadeildar Háskóla Íslands, Róberts Spanó, í grein sem ber forskriftina „Um Grímsstaði og vald ráðherra". Róbert gerir deiluna um Grímsstaði að umtalsefni og lög um eignarétt og afnotarétt frá árinu 1966. Í greininni, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, skrifar Róbert: „Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar[.]" Hann segir ráðherra, eins og forseta æðstu handhafa framkvæmdarvaldsins, skylt að framkvæma þau lög sem Alþingi setur. Þannig mega pólitískar áherslur eða hugsjónir ráðherrans ekki hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Málið er inn á borði innanríkisráðherra, sem er Ögmundur Jónasson. Mikið hefur verið rætt um fjárfestingu Huang Nubos á Grímsstöðum og hvort það sé forsvaranlegt að veita honum undanþágu til þess að kaupa jörðina. Málefnið er umdeilt og sitt sýnist hverjum. Róbert skrifar í grein sinni að ráðherra verði að svara mikilvægum spurningum þegar útlendingur utan EES-svæðisins vilji kaupa fasteign hér á landi. Þannig skrifar Róbert: „Hvaða ályktanir um beitingu heimildar ráðherra verða dregnar af ákvæðum laganna frá 1966 og þeim markmiðum og meginreglum sem að baki þeim búa? Hvaða málefnalegu sjónarmið má ráðherra draga inn í mat sitt í ljósi sögulegs aðdraganda og uppbyggingar laganna? Hvaða þýðingu hefur grundvallarregla stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar í því sambandi? Hvernig hefur áður á grundvelli sömu laga verið leyst úr beiðnum útlendinga utan EES-svæðisins um kaup á fasteignum hér á landi? Hvaða þýðingu hafa þær afgreiðslur ráðherra í ljósi jafnræðisreglu?" Róbert segir að það þurfi að taka lögfræðilega afstöðu til þessara spurninga, ekki pólitískrar. Og hann bætir við: „Það myndi því stoða lítt fyrir ráðherra að glugga t.d. í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar eða tiltekins stjórnmálaflokks þegar hann undirbýr ákvörðun sína." Hann lýkur svo grein sinni á eftirfarandi orðum: „Þá geta nýjustu skoðanakannanir um afstöðu fólksins í landinu ekki heldur skipt neinu máli eins og lögunum frá 1966 er háttað. Horfi ráðherra til slíkra sjónarmiða við mat sitt á hann því á hættu að blanda eigin pólitík saman við skyldur sínar sem stjórnvaldshafa. Ákvörðun hans kann þá að vera dæmd ólögmæt ef á hana reynir fyrir dómi." Hægt er að lesa greinina í viðhengi hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Um Grímsstaði og vald ráðherra Að undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. 20. september 2011 00:01 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Um Grímsstaði og vald ráðherra Að undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. 20. september 2011 00:01