Hagvöxtur minnkar í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 14:45 Frðá stálbræðslu í Þýskalandi. Eftir mikinn hagvöxt í Þýskalandi á fyrstu mánuðum ársins hefur hægst verulega á síðustu mánuði. Hagvöxtur var 0,3% í júní, en hann var neikvæður um 1,8% í maí. Helsta ástæða þessarar þróunar er sú að ástandið í Úkraínu og Rússlandi hefur dregið úr eftirspurn og framleiðendur hafa varann á og panta minna til framleiðslu sinnar og framleiða minna fyrir vikið. Þar á bæ vilja menn hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessi litli hagvöxtur nú er minni en spáð var og dugar ekki til þess að annar fjórðungur ársins hafi skilað nokkrum hagvexti. Á Spáni var hagvöxtur öllu meiri en í Þýskalandi, eða 0,8% í júní og hefur þar í landi verið nokkur uppgangur síðustu mánuði. Evrópski seðlabankinn hefur vissar áhyggjur af efnahag í Evrópu vegna ástandsins í Úkraínu og því eru stýrivextir hans enn lágir, hafa reyndar aldrei verið lægri, þ.e. 0,15%. Hætt er við því að bankinn muni ekki breyta vaxtastiginu á meðan þetta ástand helst svo óvisst sem nú. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eftir mikinn hagvöxt í Þýskalandi á fyrstu mánuðum ársins hefur hægst verulega á síðustu mánuði. Hagvöxtur var 0,3% í júní, en hann var neikvæður um 1,8% í maí. Helsta ástæða þessarar þróunar er sú að ástandið í Úkraínu og Rússlandi hefur dregið úr eftirspurn og framleiðendur hafa varann á og panta minna til framleiðslu sinnar og framleiða minna fyrir vikið. Þar á bæ vilja menn hafa vaðið fyrir neðan sig. Þessi litli hagvöxtur nú er minni en spáð var og dugar ekki til þess að annar fjórðungur ársins hafi skilað nokkrum hagvexti. Á Spáni var hagvöxtur öllu meiri en í Þýskalandi, eða 0,8% í júní og hefur þar í landi verið nokkur uppgangur síðustu mánuði. Evrópski seðlabankinn hefur vissar áhyggjur af efnahag í Evrópu vegna ástandsins í Úkraínu og því eru stýrivextir hans enn lágir, hafa reyndar aldrei verið lægri, þ.e. 0,15%. Hætt er við því að bankinn muni ekki breyta vaxtastiginu á meðan þetta ástand helst svo óvisst sem nú.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira