Erlent

Háir hælar fyrir hæstarétti

Mynd/Hari

Heldur óvenjulegt mál er nú rekið fyrir hæstarétti Noregs en þar er deilt um hversu lengi hælar eigi að haldast undir kvennstígvélum. Kona ein frá Hamar í Noregi keypti sér stígvél sem kostuðu að andvirði 13. 000 íslenskra króna. Hún hafði ekki átt stógvélin lengi þegar hún varð fyrir því óláni að hælarnir brotnuðu undan þeim. Konan fór með stígvélin í verslunina þar sem hún hafði keypt þau en verslunareigandinn neitaði að skipta þeim út fyrir ný en bauð konunni að láta gera við stígvélin sér að kostnaðarlausu. Konan féllst ekki á það og þar sem engin niðurstaða fékkst ákvað konan að kæra verslunina fyrir héraðsdóm. Þaðan fór málið áfram til hæstaréttar þar sem úr því verður skorið hvort það sé mál seljanda eða kaupanda ef hælar brotna undan stígvélum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×