Hrun á markaðsvirði Facebook - allra augu á Morgan Stanley Magnús Halldórsson skrifar 21. maí 2012 20:30 Notendur Facebook á heimsvísu eru nú yfir 900 milljónir. Augu fjárfesta í Bandaríkjunum beinast nú að Morgan Stanley, helsta viðskiptabanka Facebook, en markaðsvirði Facebook hefur verið í frjálsu falli í dag. „Skráningarverðið hefði átt að vera helmingurinn af því sem það var," segir Michael Pachter, greinandi hjá fyrirtækinu Wedbush Securites, í viðtali við Wall Street Journal. Forvarsmenn Morgan Stanley hafa ekkert tjáð sig um þróunina á hlutabréfamörkuðum í dag, en áhyggjur fjárfesta beinast öðru fremur að því að verðmöt á fyrirtækinu hafi tekið mið af óskhyggju þeirra sem voru hluthafar fyrir skráningu, fremur en eðlilegu mati á rekstri fyrirtækisins. Reksturinn hefur þó ekki verið þungur, síður en svo. Í fyrra hagnaðist Facebook um ríflega einn milljarða dala, en heildartekjur námu um 3,2 milljörðum dala, sem jafngildir um 403 milljörðum króna. Markaðsvirðið við skráningu nam hinsvegar ríflega 104 milljörðum dala, eða sem nemur meira en hundraðföldum árlegum hagnaði. Markaðsvirði Facebook er nú ríflega 85 milljarðar dala, en gengi félagsins lækkaði um ríflega 11 prósent í dag, á meðan Nasdaq vísitalan hækkaði skarplega, eða um 2,4 prósent. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Augu fjárfesta í Bandaríkjunum beinast nú að Morgan Stanley, helsta viðskiptabanka Facebook, en markaðsvirði Facebook hefur verið í frjálsu falli í dag. „Skráningarverðið hefði átt að vera helmingurinn af því sem það var," segir Michael Pachter, greinandi hjá fyrirtækinu Wedbush Securites, í viðtali við Wall Street Journal. Forvarsmenn Morgan Stanley hafa ekkert tjáð sig um þróunina á hlutabréfamörkuðum í dag, en áhyggjur fjárfesta beinast öðru fremur að því að verðmöt á fyrirtækinu hafi tekið mið af óskhyggju þeirra sem voru hluthafar fyrir skráningu, fremur en eðlilegu mati á rekstri fyrirtækisins. Reksturinn hefur þó ekki verið þungur, síður en svo. Í fyrra hagnaðist Facebook um ríflega einn milljarða dala, en heildartekjur námu um 3,2 milljörðum dala, sem jafngildir um 403 milljörðum króna. Markaðsvirðið við skráningu nam hinsvegar ríflega 104 milljörðum dala, eða sem nemur meira en hundraðföldum árlegum hagnaði. Markaðsvirði Facebook er nú ríflega 85 milljarðar dala, en gengi félagsins lækkaði um ríflega 11 prósent í dag, á meðan Nasdaq vísitalan hækkaði skarplega, eða um 2,4 prósent.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira