Alls voru 46 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í ágústmánuði, flest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu 8 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 661, en það er rúmlega 30% fækkun frá sama tíma í fyrra þegar 950 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta.
Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að flest gjaldþrot, það sem af er árinu eru í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 136 talsins.
Í ágústmánuði voru skráð 122 ný einkahlutafélög, flest í fasteignaviðskiptum. Til samanburðar voru 110 ný einkahlutafélög skráð í ágúst í fyrra.
Fyrstu 8 mánuði ársins var fjöldi nýskráninga 1.180, en það er tæplega 7% aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.105 fyrirtæki voru skráð.

