Viðskipti erlent

Starfsmenn Twitter fá að vinna heima um ókomna tíð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Starfsmenn Twitter hafa unnið heima síðan í mars.
Starfsmenn Twitter hafa unnið heima síðan í mars. Getty/Omar Marques

Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter munu fá að vinna heima um ókomna tíð kjósi þeir það.

Þetta tilkynnti forstjóri fyrirtækisins, Jack Dorsey, í tölvupósti til starfsmanna í gær og talsmaður Twitter staðfesti fréttirnar í samtali við Guardian.

Talsmaðurinn segir að fyrirtækið hafi verið eitt af þeim fyrstu til að gefa starfsmönnum kost á því að vinna að heiman vegna kórónuveirufaraldursins.

„Við vorum í einstakri stöðu til að bregðast hratt við og leyfa starfsmönnum að vinna heima vegna áherslu okkar á sem minnsta miðstýringu og stuðning við starfsfólk sem er víða og getur unnið hvar sem er,“ sagði í bloggfærslu fyrirtækisins.

Síðustu mánuðir hafi sýnt að Twitter geti látið þetta ganga upp.

„Þannig að ef að starfsmenn okkar eru i þannig hlutverki og aðstöðu sem gerir þeim kleift að vinna heima, og þeir vilja halda því áfram um ókomna tíð, þá munum við láta það gerast.“

Höfuðstöðvar Twitter eru í San Fransisco í Kaliforníu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
0
1
250
HAGA
0
7
37.904
ICEAIR
0
1
107

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-3
3
42.682
VIS
-2,19
2
33.572
ICESEA
-2,15
3
21.120
ARION
-1,58
3
62.503
FESTI
-1,55
2
5.309
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.