Viðskipti erlent

Starfsmenn Twitter fá að vinna heima um ókomna tíð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Starfsmenn Twitter hafa unnið heima síðan í mars.
Starfsmenn Twitter hafa unnið heima síðan í mars. Getty/Omar Marques

Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter munu fá að vinna heima um ókomna tíð kjósi þeir það.

Þetta tilkynnti forstjóri fyrirtækisins, Jack Dorsey, í tölvupósti til starfsmanna í gær og talsmaður Twitter staðfesti fréttirnar í samtali við Guardian.

Talsmaðurinn segir að fyrirtækið hafi verið eitt af þeim fyrstu til að gefa starfsmönnum kost á því að vinna að heiman vegna kórónuveirufaraldursins.

„Við vorum í einstakri stöðu til að bregðast hratt við og leyfa starfsmönnum að vinna heima vegna áherslu okkar á sem minnsta miðstýringu og stuðning við starfsfólk sem er víða og getur unnið hvar sem er,“ sagði í bloggfærslu fyrirtækisins.

Síðustu mánuðir hafi sýnt að Twitter geti látið þetta ganga upp.

„Þannig að ef að starfsmenn okkar eru i þannig hlutverki og aðstöðu sem gerir þeim kleift að vinna heima, og þeir vilja halda því áfram um ókomna tíð, þá munum við láta það gerast.“

Höfuðstöðvar Twitter eru í San Fransisco í Kaliforníu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.